Ræða hvort fundirnir verði opnir öllum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 11:52 Kjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd kemur saman klukkan eitt í dag á nefndarsviði Alþingis til að hefjast handa við að reyna að leysa úr þeirri flóknu stöðu sem er komin upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Á fundinum verður formaður nefndarinnar valinn og meðal annars rætt hvort fundir hennar verði opnir eða ekki. Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Búast má við að Birgir Ármannsson, einn þriggja nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í undirbúningsnefndinni, verði formaður hennar en hann hefur gegnt því hlutverki eftir síðustu tvennar kosningar og hefur langmesta reynslu allra nefndarmanna af störfum í kjörbréfanefnd. Sjálfur segist hann að minnsta kosti tilbúinn til að leiða störf nefndarinnar. „Já, já. En eins og ég segi auðvitað er það nefndin sjálf sem velur sér formann og það er enginn búinn að ákveða neitt fyrir fram í þeim efnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu Aðalhlutverk nefndarinnar er að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem henni berast vegna kosninganna. Nefndinni hefur þegar borist kæra frá Magnúsi D. Norðdahl, oddvita Pírata í Norðvesturkjördæmi sem náði ekki kjöri, og þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, íhuga einnig að leggja fram kæru. Á fundi nefndarinnar í dag verður þannig einnig skoðað hvaða rannsóknarheimildir nefndin hefur til að taka afstöðu til kæranna. Þannig verður skoðað hvort nefndin geti til dæmis gert tilkall til upptaka úr öryggismyndavélum í salnum á Hótel Borgarnesi, þar sem kjörgögn í Norðvesturkjördæmi voru geymd óinnsigluð milli talninga, og einnig hvort hún fái að fylgjast með rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi eftir kæru Karls Gauta Hjaltasonar, frambjóðanda Miðflokksins. „Við náttúrulega vitum það að það verða ákveðin álitamál sem þarf að takast á við og við þurfum að ræða það hvernig við komumst til botns í þeim,” segir Birgir um störf nefndarinnar. Vill opna fundi eins og hægt er Nefndin mun á fundi sínum skoða hvort framtíðarfundir hennar eigi að fara fram fyrir opnum tjöldum. Birni Leví Gunnarssyni, nefndarmanni Pírata, finnst að flestir fundir og störf hennar ættu að vera opnir öllum. Björn Leví er nefndarmaður Pírata í kjörbréfanefnd.Vísir/Vilhelm „Allavega þeir hlutir sem að varða almenning beint og eru ekki takmörkuð að einhverju leyti vegna meðferð sakamála eða einhverju því um líkt,“ segir hann en bendir á að það verði af augljósum ástæðum ekki hægt að halda opna fundi ef lögregla verður kölluð til nefndarinnar til að ræða rannsókn sem er enn í gangi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59 Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis fundar í dag og fer þar yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út fyrir helgi. Nefndinni er falið að undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu kjörbréfanna en hún þarf einnig að taka til umræðu kærur sem hafa borist, eða munu berast, vegna nýliðinna kosninga. 4. október 2021 06:59
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54