Arnar Davíð í öðru sæti í móti á evrópsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 16:31 Arnar Davíð Jónsson. Mynd/Keilusamband Íslands Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur náði flottum árangri á evrópsku mótaröðinni í keilu um helgina. Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti. Keila Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Arnar varð þá í öðru sæti á Brunswick Open 2021 mótinu í Wittelsheim í Frakklandi en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Arnar Davíð hafði komið sér upp í fyrsta sætið fyrir lokaúrslitin en tapaði þar gegn Svíanum Carl Eklund í tveimur leikjum fyrst 245 gegn 244 og svo 213 gegn 258. Þetta er engu að síður góður árangur hjá Arnari Davíð sem er aftur farinn að minna á sig síðan að hann vann evrópsku mótaröðina 2019 fyrstur Íslendinga og varð í framhaldinu fimmti í kjöri Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Arnar Davíð endaði í 26. sæti forkeppni mótsins með 1.411 seríu eða 235,17 í meðaltal og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina. Það er einmitt í úrslitakeppninni þar sem Arnar Davíð er alla jafna í essinu sínu og þar vann hann sig jafnt og þétt upp listann. Í úrslitastigi eitt af fimm vann Arnar Davíð sig upp í sautjánda sæti með 220,5 í meðaltal eftir fjóra leiki. Í úrslitastigi tvö vann hann sig enn ofar og endaði í sjöunda sæti með 247,75 í meðaltal eftir fjóra leiki. Arnar Davíð fór niður í áttunda sætið í úrslitastigi þrjú með meðaltal upp á 232,0 en það var síðasta sætið sem gaf rétt á loka úrslitastiginu. Arnar Davíð var aftur á móti í miklu stuði í fjórða og síðasta úrslitastiginu og kom sér í efsta sætið með frábærri spilamennsku með 242,0 í meðaltal í sjö leikjum. Efstu tveir léki svo til úrslita í mótinu og þar hafði eins og áður sagði Svíinn Carl Eklund betur. Arnar fékk fimm þúsund evrur fyrir silfrið eða 753 þúsund íslenskar krónur. Nú er skammt er á milli móta hjá Arnari nú þegar mótaröðin virðist vera að komast í eðlilegt horf. Næsta mót Opna norska mótið hefst um komandi helgi og mun Arnar Davíð keppa seinni helgina á því móti.
Keila Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira