Ungmenni geta haft mikil áhrif Matthías Freyr Matthíasson skrifar 4. október 2021 14:00 Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mannréttindi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar