Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar 4. september 2025 10:03 Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun