Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. október 2021 16:53 Langþráður draumur William Shatner, sem fór með hlutverk kafteinsins James T. Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, rætist síðar í mánuðinum. Leikarinn William Shatner verður meðal farþega í næstu geimferð Blue Origin en hann er á leiðinni út í geim þann 12. október næstkomandi. Shatner staðfesti fréttirnar sjálfur á Twitter í dag. „Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021 Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
„Það er aldrei of seint að upplifa nýja hluti,“ sagði hinn níræði Shatner í færslu á Twitter en hann er hvað frægastur fyrir leik sinn sem kafteinn Kirk í sjónvarpsþáttunum Star Trek. Lék hann aðalhlutverkið í fyrstu þáttaröðinni sem sýnd var árin 1966 til 1969 auk þess sem hann í sjö kvikmyndum og leikstýrði einni um ævintýri áhöfnar USS Starship Enterprise. Í yfirlýsingu um málið sagðist Shatner hafa „heyrt af geimnum í nokkurn tíma,“ og að hann fengi núna loksins tækifærið til að fara þangað sjálfur. „Þvílíkt kraftaverk,“ sagði Shatner. So now I can say something. Yes, it s true; I m going to be a rocket man! https://t.co/B2jFeXrr6L— William Shatner (@WilliamShatner) October 4, 2021 Að því er kemur fram í frétt AP er Jeff Bezos, stofnandi Amazon og Blue Origin, mikill aðdáandi Star Trek og ákvað því að bjóða Shatner sæti í næstu ferð Blue Origin. Shatner verður elsti maðurinn til að fara út í geim en hann mun ferðast með þremur öðrum, þar á meðal tveimur farþegum. Ferðin mun taka um það bil tíu mínútur og mun þotan fljúga í allt að 106 kílómetra hæð, rétt yfir Kárman-línuna svokölluðu sem markar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Um er að ræða aðra ferð Blue Origin en fyrsta ferð geimferðarfyrirtækisins fór fram þann 20. júlí síðastliðinn. Jeff Bezos var þar sjálfur í för ásamt bróður sínum, Mark Bezos, átján ára Hollendinginum Oliver Daemen, og bandarísku flugáhugakonunni Wally Funk. Star Trek's Captain Kirk is set to boldly go where no actor has gone before. William Shatner will blast off on a Blue Origin capsule on Oct. 12, Jeff Bezos space travel company announced. At age 90, Shatner will become the oldest person in space. https://t.co/C8LfZx0zBQ— The Associated Press (@AP) October 4, 2021
Geimurinn Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29 Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42 Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Jeff Bezos, ríkasti maður heims, ferðaðist út fyrir gufuhvolf jarðarinnar á eigin geimflaug í dag. Hann var annar auðjöfurinn til að skjóta sjálfum sér á loft á nokkrum dögum. 20. júlí 2021 13:29
Auðjöfrar fjölmenna í geimnum Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á. 9. júlí 2021 13:42
Bauð á fjórða milljarð króna í geimferð með Bezos Ónafngreindur einstaklingur bauð í dag 28 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur rúmlega 3,4 milljörðum króna, í sæti í ferð auðjöfursins Jeff Bezos út í geim. 12. júní 2021 23:16