Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 19:31 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu. Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar. Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar.
Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira