Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 22:31 Guardiola er í Pandóruskjölunum. EPA-EFE/Ian Walton Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City. Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola. Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Um tólf milljónum gagna var lekið til alþjóðlegra samtaka rannsóknarblaðamanna, ICIJ. Ríflega 600 blaðamenn um allan heim hafa unnið úr gagnalekanum, sem hefur fengið heitið Pandora Papers, eða Pandóruskjölin. Þar á meðal blaðamenn Stundarinnar og Reykjavík Media. Í gögnunum er að finna upplýsingar um fjármál 35 núverandi eða fyrrverandi þjóðarleiðtoga og rúmlega 330 stjórnmálamanna frá 91 landi. Þá eru einnig upplýsingar um fólk á flótta undan réttvísinni, fjárglæpamenn og morðingja í Pandóruskjölunum. Lagði inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði Katar Guardiola mun hafa sett rúmlega hálfa milljón evra inn á bankareikning í Andorra er hann spilaði í Katar undir lok ferils síns. Reikningurinn var enn opinn er hann þjálfaði Barcelona frá árunum 2009 til 2012. Samkvæmt El Pais og La Sexta á Spáni mun Guardiola hafa opnað reikninginn til að geyma launin sem hann fékk frá Al Ahli á árunum 2003 til 2005. Fékk hann rúmlega 1,7 milljón punda í laun á þeim tíma. Pep Guardiola failed to declare to Spanish authorities that he had opened an offshore bank account while playing in Qatar, according to the Pandora Papers leaks @Tom_Morgs https://t.co/AzqJWFSriJ— Telegraph Football (@TeleFootball) October 4, 2021 Guardiola mun hins vegar ekki hafa tilkynnt yfirvöldum á Spáni um tilvist reikningsins fyrr en árið 2012 þegar ekki þurfti að borga skatt af þeim eftir skattaívilnanir þar í landi. Samkvæmt Lluis Orobitg, lagalegum ráðgjafa Guardiola, var reikningurinn stofnaður þar sem það var ómögulegt að fá dvalarleyfi í Katar þar sem hann hefði ekki þurft að borga skatt. Það er hins vegar ekki talið að Pep hafi gert neitt ólöglegt þó að reikningurinn hafi verið stofnaður með hjálp skúffufyrirtækisins Repox Investments. The Telegraph hafði samband við Manchester City vegna málsins en félagið vildi ekki tjá sig um fjármál Guardiola.
Fótbolti Enski boltinn Pandóruskjölin Tengdar fréttir Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21 Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57 Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Vill að blaðamennirnir láti allt flakka Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim. 4. október 2021 15:21
Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær. 4. október 2021 14:57
Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu. 3. október 2021 19:33