Fótbolti

City og United langdýrustu lið Evrópu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United er næst dýrasta lið Evrópu.
Manchester United er næst dýrasta lið Evrópu. Laurence Griffiths/Getty Images

Nágrannaliðin frá Manchester, City og United, eru þau dýrustu í Evrópu samkvæmt útreikningum CIES Foot­ball Observatory. Manchester-liðin eru eru rúmum 200 milljónum punda fyrir ofan næsta lið á listanum.

CIES Foot­ball Observatory hefur fundið út verðgildi leikmannahópa í fimm sterkustu deildum Evrópu, en það eru enska, franska, þýska, spænska og ítalska deildin.

Enska deildin á þrjú dýrustu lið álfunnar, en á eftir City og United er Chelsea í þriðja sæti. City og United eru þó einu liðin sem eru metin á yfir milljarð punda.

Einnig voru deildirnar teknar saman og birtar niðurstöður um hvaða deild er með dýrustu leikmannahópana innan sinna raða og þar trónir enska deildin á toppnum, rúmum þrem milljörðum á eftir þeirri spænsku sem er næst dýrust.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tíu dýrustu lið Evrópu, sem og hvernig deildirnar í heild raðast.

Dýrustu liðin

1. Manchester City, Englandi, 1.095 millj­ón­ir punda

2. Manchester United, Englandi, 1.038 millj­ón­ir punda

3. Chel­sea, Englandi, 809 millj­ón­ir punda

4. Barcelona, Spáni, 766 millj­ón­ir punda

5. Bayern München, Þýskalandi, 761 millj­ón punda

6. Li­verpool, Englandi, 742 millj­ón­ir punda

7. Real Madrid, Spáni, 723 millj­ón­ir punda

8. Par­ís SG, Frakklandi, 691 millj­ón punda

9. Borussia Dort­mund, Þýskalandi, 587 millj­ón­ir punda

10. Atlético Madrid, Spáni, 566 millj­ón­ir punda

Dýrustu deildirnar

1. Enska úr­vals­deild­in, 7,6 millj­arðar punda

2. Spænska 1. deild­in, 4,5 millj­arðar punda

3. Þýska 1. deild­in, 3,9 millj­arðar punda

4. Ítalska A-deild­in, 3,8 millj­arðar punda

5. Franska 1. deild­in, 2,9 millj­arðar punda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×