Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 23:55 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, er ánægður með sig þessa dagana. Hann bindur nú þannig um hnútana að demókratar þurfi einir að hækka skuldaþak ríkissjóðs. Það á að verða vopn í höndum frambjóðenda repúblikana í þingkosningum næsta árs. AP/J. Scott Applewhite Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Bandaríkjaþing verður að hækka lögbundið þak á skuldir ríkissjóðs á allra næstu dögum ef ekki á illa að fara. Fjármálaráðuneytið áætlar að þakinu verði náð í kringum 18. október en eftir þann tíma gæti Bandaríkjastjórn ekki lengur staðið við allar fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Janet Yellen, fjármálaráðherra, hefur sagt að afleiðingar þess yrðu hörmulegar fyrir efnahag Bandaríkjanna og það gæti leitt til kreppu. Demókratar eru með afar nauman meirihluta á þinginu og þurfa á samvinnu repúblikana að halda til þess að hækka skuldaþakið. Það vilja leiðtogar repúblikana ekki gera og hafa þeir boðað að þeir muni beita málþófi til að koma í veg fyrir að demókratar samþykki frumvarp þess efnis. Repúblikanar vilja heldur að demókratar þurfi einir að hækka þakið með flókinni og tímafrekri smugu fram hjá málþófinu í þingsköpum til þess að þeir geti barið á þeim fyrir að hækka skuldir alríkisins í kosningabaráttunni fyrir þingkosningar á næstu árum. Joe Biden forseti og leiðtogar demókrata hafa sagt að smugan sem repúblikanar vilja að demókratar noti, svonefnd sáttaleið um fjárlög (e. budget reconciliation), sé alltof flókin og tímafrek nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til stefnu til að hækka skuldaþakið. Þá hafna demókratar því að þeir eigi einir að bera ábyrgð á hækkun skuldaþaksins enda hafi ríkisstjórnir beggja flokka stofnað til núverandi skulda. Hækka þarf þakið vegna núverandi skulda ríkissjóðs, óháð því hvort að demókratar nái að samþykkja tvö frumvörp um helstu stefnumál Biden sem repúblikanar halda fram að séu alltof kostnaðarsöm. Þyrftu enn að hækka þakið einir í desember Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, steig lítið skref í átt að sáttum í dag þegar hann opnaði á þann möguleika að repúblikanar beittu ekki málþófi og leyfðu þingmönnum demókrata að samþykkja tímabundna hækkun skuldaþaksins fram í desember með einföldum meirihluta. Þingmenn demókrata tóku nokkuð vel í það boð, að sögn AP-fréttastofunnar. Atkvæðagreiðslu um næstu skref í málinu var frestað í þinginu til þess að þeir gætu rætt framhaldið. Þrátt fyrir þessa tilslökun stendur McConnell enn fastur á því að demókratar þurfi að standa einir að hækkun skuldaþaksins til lengri tíma í desember. Boð hans nú gefi þeim lengri tíma til að fá sáttaleiðina svonefndu. Boð McConnell kom eftir að Biden forseti sagðist opinn fyrir því að breyta reglum öldungadeildar þingsins um málþóf til þess að gera einföldum meirihluta þingmanna kleift að hækka skuldaþakið. Samkvæmt núverandi þingsköpum geta þingmenn stöðvað umræðu um mál með því einu að segjast ætla að beita málþófi. Þá þarf sextíu þingmenn til þess að koma máli í gegn. Demókratar og repúblikanar eru með fimmtíu sæti hvor í öldungadeildinni en Kamala Harris, varaforseti, getur greitt úrslitaatkvæði til að höggva á hnútinn ef atkvæði falla jöfn. Biden og íhaldssamari þingmenn demókrata hafa verið mótfallnir því að breyta reglum um málþófið jafnvel þó að hendur þeirra séu nær algerlega bundnar í þinginu. Repúblikanar leyfa málum þeirra ekki að fara í gegn án málþófs. Því reyna demókratar nú að koma tveimur risavöxnum útgjaldafrumvörpum vegna helstu stefnumála Biden í gegnum þingið með sáttaleiðinni um fjárlög þar sem einfaldur meirihluti dugar.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Biden segir repúblikana í „rússneskri rúllettu“ með hagkerfið Repúblikanar á Bandaríkjaþingi bera ábyrgðina á því ef ríkissjóður Bandaríkjanna getur ekki staðið við skuldbindingar sínar síðar í þessum mánuði, að sögn Joes Biden Bandaríkjaforseta. Flokkarnir tveir deila enn hart um svonefnt skuldaþak sem verður að hækka ef Bandaríkin ætla ekki að lenda í sögulegum vanskilum. 4. október 2021 20:20
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44