Með ólíkindum að Icelandair ætli í stríð við verkalýðshreyfinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2021 07:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, hlaðkona hjá Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. „Mér finnst alveg með ólíkindum að fyrirtæki sem er í þeirri stöðu sem [Icelandair] er ætli sér að fara í stríð við verkalýðshreyfinguna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ákvörðun fyrirtækisins um að standa við uppsögn Ólafar Helgu Adolfsdóttur. Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum. Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ólöfu var sagt upp hjá Icelandair þar sem hún starfaði sem hlaðmaður á Reykjavíkurflugvelli en aðilum deilir mjög á um kringumstæður. Efling, sem hyggst sækja mál gegn fyrirtækinu vegna uppsagnarinnar, segir Ólöfu hafa verið trúnaðarmann í baráttu fyrir samstarfsmenn sína þegar henni var sagt upp, á meðan Icelandair heldur því fram að Ólöf hafi ekki verið trúnaðarmaður þegar hún var látin fara vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika. Vísir greindi frá því í gær að samkvæmt skjáskotum sem tekin voru eftir að Ólöfu var sagt upp var hún enn skráður bæði trúnaðarmaður og öryggistrúnaðarmaður á innri vef Icelandair og þá hefur Vinnumálastofnun staðfest að hún sé enn skráður öryggistrúnaðarmaður hjá þeim. „Ef trúnaðarmaður er sannarlega að sinna samskiptum við starfsmenn og er tengiliður við sitt stéttarfélag þá lítum við svo á að hann sé trúnaðarmaður þar til annar er kjörinn,“ sagði Ragnar þegar Vísir ræddi við hann í gær. Trúnaðarmenn eru yfirleitt kosnir til tveggja ára og eru samstarfsmönnum sínum til halds og traust þegar kemur að hinum ýmsu málum. Á vef VR segir eftirfarandi um trúnaðarmenn: „Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VR og atvinnurekandann. Hlutverk hans er að vera til staðar fyrir samstarfsmenn, auðvelda samskipti við atvinnurekanda, miðla upplýsingum og hafa eftirlit með því að samningar séu haldnir á vinnustaðnum og lög ekki brotin á starfsfólki. Hlutverk trúnaðarmanns er að þekkja leiðir til úrlausnar ágreiningsmála, kynna breytingar og nýjungar, og hvetja félagsmenn til að leita sér upplýsinga.“ Eðli málsins samkvæmt kveða lög á um að ekki megi segja upp trúnaðarmönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðarmenn. Langsóttar leiðir til að standa við siðlausar ákvarðanir „Það eru mjög mörg fyrirtæki sem taka þetta samband alvarlega,“ segir Ragnar. „Og margir trúnaðarmenn sem við erum í sambandi við sem fá mikið svigrúm til að sinna þessari stöðu. En þetta er mjög misjafnt; sums staðar er þetta litið hornauga en annars staðar er þetta mjög virkt.“ Ragnar segist almennt telja að í öllum þeim tilvikum þar sem atvinnurekendur virði störf trúnaðarmannsins komið það fyrirtækjunum vel, bæði hvað varðar starfsandann innanhúss og orðsporið út á við. „Þess vegna kemur þetta mér töluvert á óvart,“ segir hann. Ragnar bendir á, líkt og Efling hefur gert í sínum málflutningi, þá yfirlýsingu sem forsvarsmenn Icelandair og Samtaka atvinnulífsins, ásamt fulltrúum ASÍ og Flugfreyjufélagi Íslands, undirrituðu í kjölfar kjaradeilu Icelandair og flugþjóna. Þar sagði meðal annars: „Icelandair telur nauðsynlegt fyrir framtíð félagsins að virða stéttarfélög og sjálfstæðan samningsrétt starfsfólks síns, sem tryggir frið um starfsemi félagsins á gildistíma kjarasamninga og á meðan leitað er lausna í kjaraviðræðum. Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu samstarfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að endurvinna og efla traust sín í milli.“ „Auðvitað er hægt að finna einhverjar langsóttar leiðir til að reyna að standa við, að mínu mati, siðlausar ákvarðanir en ég bendi líka á það að eigendur þessa fyrirtækis eru að stórum hluta lífeyrissjóðir, sem hafa sett sér mjög ströng fjárfestingaskilyrði. Þau lúta einmitt að þessu; að fyrirtæki brjóti ekki á grundvallarréttindum starfsfólks, eða stundi félagsleg undirboð eða þvíumlíkt,“ segir Ragnar. Hann segist telja það hafa ráðið nokkru um að margir lífeyrissjóðir ákváðu að fjárfesta ekki í Play en félagið hefur verið sakað um að byggja rekstur sinn á kjörum undir lágmarkslaunum.
Icelandair Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09 Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03 Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. 5. október 2021 18:09
Hyggjast höfða mál gegn Icelandair vegna uppsagnar trúnaðarmanns Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi vegna uppsagnar trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Þá verður athygli almennings vakin á framgöngu fyrirtækisins og Samtaka atvinnulífsins í málinu. 5. október 2021 09:03
Krefjast þess að Icelandair dragi uppsögn trúnaðarmanns til baka Forsvarsmenn Eflingar fara fram á að uppsögn hlaðmanns hjá Icelandair verði dregin til baka.Umræddur hlaðmaður, Ólöf Helga Adolfsdóttir, var trúnaðarmaður í hlaðdeild Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og átti í viðræðum við fyrirtækið um réttindi starfsfólks þegar henni var sagt upp störfum. 5. október 2021 06:48