Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu þar sem skiptafundur félagsins er auglýstur en fyrst var greint var frá þessu í frétt RÚV.
Nýtt félag sem ber heitið Show ehf. tók við rekstri tónlistarhátíðarinnar árið 2019 en hún var ekki haldin á seinasta ári vegna heimsfaraldursins.
Í hart eftir tónleika Slayer
K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu.
Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi svo Live events ehf., L events ehf., Lifandi viðburði ehf. og Guðmund Hreiðarsson Viborg í mars síðastliðnum til að greiða umboðsfyrirtæki Slayer eftirstandandi þóknun upp á um sautján milljónir króna.
Skiptastjóri Solstice Productions ehf. á von á því að skiptum verði lokið í seinasta lagi á áðurnefndum skiptafundi sem fram fer 26. október.