Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. október 2021 22:36 Brynja segir að farið sé að rigna inn í öll herbergi á efstu hæðinni. aðsend „Ég tek þessu bara af æðruleysi og reyni að sjá spaugilegu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldursdóttir listakona á Siglufirði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var nýbúin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar. „Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“ Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
„Við erum búin að setja út alla bala og potta, dollur og ílát sem ég á út á gólfið og svo stendur maður bara í ströngu við að ausa úr því fram eftir nóttu,“ segir hún. Fréttastofa náði tali af Brynju þegar hún var nýbúin að koma þessum ílátum fyrir á eftir hæðinni. Nú er bara að hita sér sterkt kaffi og horfa á eitthvað skemmtilegt þangað til hún fer upp að vitja ílátanna. Var svo montin af vel festu þaki „Ég er sem sagt nýbúin að láta skipta um allt hérna og koma fyrir splunkunýju þaki. Við vorum einmitt að tala um það hérna hvað þetta væri einstaklega vel gert hjá þeim, þetta væri fest eins og í gamla daga og ég var eiginlega búin að vera hálfmontin einmitt af því hversu vel festur pappinn væri á þakinu,“ segir Brynja. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu Brynju í kvöld áður en það varð allt of hvasst til að vera ofan á þakinu.ingvar erlingsson Pappinn fór svo af í miklum vindi í kvöld og eftir stendur ber viðurinn og einangrun sem eru farin að leka. „Og nú rignir bara inn í öllum herbergjum hér á efstu hæðinni. Það verður líklega ekki hægt að fjarlægja einangrunina fyrr en undir morgun hugsa ég,“ segir Brynja. Segldúkur hefði getað tekið menn með sér Björgunarsveitin Strákar voru hjá Brynju fyrr í kvöld til að reyna að halda þakinu. „En þau urðu frá að hverfa vegna þess að það var komið svo mikið rok og þau gátu ekki verið viss um að vera örugg uppi á þaki. Það gengur að sjálfsögðu fyrir. Þetta er auðvitað ekki nema bara hús. Þú keppir ekki við kára.“ Þá var planið að festa segldúk yfir þakið til að hlífa efstu hæðinni við bleytunni en vindáttin og vindstyrkurinn voru orðin það mikil að það þótti ekki öruggt að vera með segldúk á ferð. „Því hann hefði getað farið á flug og tekið menn bara með sér,“ segir Brynja. Að sögn björgunarsveitarmanns að norðan skall óveðrið nokkuð óvænt á í kvöld. Það hefur ringt og gengið á með mjög sterkum hviðum á Siglufirði í kvöld.ingvar erlingsson Um leið og vindáttin breytist eða gengur niður á Brynja von á að björgunarsveitarfólkið komi aftur til að reyna að festa dúkinn yfir þakið. Brynja veit ekki hversu mikið tjónið er. „Ég tek þetta bara eitt skref í einu. Og nú er það að fá sér kaffi og passa ílátin á efstu hæðinni. Svo þurfum við bara að meta hitt síðar.“
Náttúruhamfarir Fjallabyggð Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira