Rannsaka skyndilegt andlát fulltrúa í nefnd gegn spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2021 14:48 Anton Poliakov í úkraínska þinginu í júlí. Hann lést skyndilega í leigubíl í Kænugarði föstudaginn 8. október 2021. Vísir/Getty Úkraínska lögreglan rannsakar nú skyndilegt andlát ungs þingmanns í leigubíl í höfuðborginni Kænugarði í dag. Þingmaðurinn átti sæti í þingnefnd gegn spillingu. Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði. Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Anton Poliakov veiktist skyndilega og lést í leigubíl. Saksóknarar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. Lögreglumenn fundu hann meðvitundarlausan í leigubílnum þegar þeir stöðvuðu ökumanninn vegna umferðarlagabrots. Poliakov var 33 ára gamall. Lögreglustjórinn í Kænugarði segir að lögregla telji að Poliakov hafi látist af náttúrulegum orsökum en ekki sé hægt að fullyrða það með fullri vissu. Rannsókn sé í gangi á dauða hans. Poliakov tilheyrði flokknum Fyrir framtíðina sem hefur verið bendlaður við Ihor Kolomoiskí, einn auðugasta mann Úkraínu. Hann sagði skilið við Þjóna þjóðarinnar, flokk Volodýmýrs Zelenskíj, forseta, vegna ágreinings um stefnumál, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Poliakov var einn af þeim þingmönnum sem lögðu fram þúsundir breytingatillagna við frumvarp um bankamál sem var talið ganga gegn hagsmunum Kolmoiskí. Leigubílstjórinn segir að Poliakov hafi komið í bílinn við stoppistöð utan við miðborgina. Skömmu síðar hafi hann kvartað undan veikindum. Að sögn lögreglu hafði Poliakov verið á veitingahúsi og drukkið áfengi áður. Eftir það hafi hann farið upp í bíl með öðrum karlmanni og ekið um í eina og hálfa klukkustund. Hann hafi ekki farið heim til sín þar sem hann átti í einhvers konar erjum við sambýliskonu sína sem er einnig þingmaður sem yfirgaf flokk forsetans. Óþekktur árásarmaður réðst á Poliakov þannig að hann þurfti á læknisaðstoð að halda í september í fyrra. Zelenskíj forseti og flokkur hans hafa reynt að takmarka völd hóps auðmanna sem eru jafnan kallaðir ólígarkar í Úkraínu. Óþekktir menn reyndu að ráða einn nánasta ráðgjafa forsetans af dögum í síðasta mánuði.
Úkraína Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira