Fótbolti

Ljóst hverjar og hverjir geta unnið Gull­knöttinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir eru meðal þeirra 30 í karlaflokki sem eru tilnefndir.
Þessir tveir eru meðal þeirra 30 í karlaflokki sem eru tilnefndir. Alexander Hassenstein/Getty Images

Tímaritið France Football hefur gefið út lista með þeim leikmönnum sem tilnefndir eru til Gullknattarins í karla- og kvennaflokki. Gullknötturinn, eða Ballon d´Or eru ein virtustu einstaklingsverðlaun sem í boði eru í knattspyrnuheiminum.

Verðlaunin voru ekki veitt á síðasta ári sökum kórónufaraldursins en þau verða veitt í ár með pompi og prakt líkt og áður þann 29. nóvember næstkomandi. Lionel Messi hefur oftast alla unnið í karlaflokki eða sex sinnum.

Alls eru 30 leikmenn tilnefndir í karlaflokki á meðan 20 leikmenn eru tilnefndir í kvennaflokki.

Verðlaunin voru í fyrsta skipti veitt í kvennaflokki árið 2018 og þá vann hin norska Ada Hegerberg. Megan Rapinoe frá Bandaríkjunum vann svo árið 2019.

Nafn (Land) – Staða á vellinum – Félagslið

Gianluigi Donnarumma (Ítalía) – Markvörður – París Saint-Germain

Leonardo Bonucci (Ítalía) – Miðvörður - Juventus

Giorgio Chiellini (Ítalía) – Miðvörður - Juventus

Simon Kjær (Danmörk) – Miðvörður - AC Milan

César Azpilicueta (Spánn) – Miðvörður - Chelsea

Rúben Dias (Portúgal) – Miðvörður - Manchester City

N'Golo Kante (Frakkland) – Miðjumaður - Chelsea

Mason Mount (England) – Miðjumaður - Chelsea

Nicolò Barella (Ítalía) – Miðjumaður - Inter Mílanó

Pedri (Spánn) – Miðjumaður - Barcelona

Luka Modrić (Króatía) – Miðjumaður – Real Madríd

Kevin de Bruyne (Belgía) – Miðjumaður - Manchester City

Jorginho (Ítalía) – Miðjumaður - Chelsea

Riyad Mahrez (Alsír) – Vængmaður - Manchester City

Raheem Sterling (England) – Vængmaður - Manchester City

Mohamed Salah (Egyptaland) – Vængmaður - Liverpool

Phil Foden (England) – Sóknartengiliður - Manchester City

Bruno Fernandes (Portúgal) – Sóknartengiliður - Manchester United

Lionel Messi (Argentína) – Sóknartengiliður – París Saint-Germain

Neymar (Brasilía) – Sóknartengiliður – París Saint-Germain

Erling Braut Håland (Noregur) – Sóknarmaður - Borussia Dortmund

Harry Kane (England) – Sóknarmaður – Tottenham Hotspur

Karim Benzema (Frakkland) – Sóknarmaður - Real Madrid

Lautaro Martínez (Argentína) – Sóknarmaður - Inter Mílanó

Robert Lewandowski (Pólland) – Sóknarmaður - Bayern München

Romelu Lukaku (Belgía) – Sóknarmaður - Chelsea

Cristiano Ronaldo (Portúgal) – Sóknarmaður - Manchester United

Kylian Mbappé (Frakkland) – Sóknarmaður – París Saint-Germain

Gerard Moreno (Spánn) – Sóknarmaður - Villareal

Luis Suárez (Úrúgvæ) – Sóknarmaður – Atlético Madríd

Nafn (Land) – Staða á vellinum – Félagslið

Sandra Panos (Spánn) – Markvörður – Barcelona

Christiane Endler (Síle) – Markvörður - Lyon

Irene Paredes (Spánn) – Varnarmaður – Barcelona

Ashley Lawrence (Kanada) – Varnarmaður – París Saint-German

Magdalena Eriksson (Svíþjóð) – Varnarmaður – Chelsea

Wendie Renard (Frakkland) – Varnarmaður - Lyon

Jessie Fleming (Kanada) – Miðjumaður – Chelsea

Samantha Mewis (Bandaríkin) – Miðjmaður – North Carolina Courage

Alexia Putellas (Spánn) – Miðjumaður - Barcelona

Lieke Martens (Holland) – Sóknartengiliður - Barcelona

Stina Blackstenius (Svíþjóð) – Sóknarmaður - BK Häcken

Kadidiatou Diani (Frakkland) – Sóknarmaður – París Saint-Germain

Pernille Harder (Danmörk) – Sóknarmaður - Chelsea

Jennifer Hermoso (Spánn) – Sóknarmaður – Barcelona

Marie-Antoinette Katoto (Frakkland) – Sóknarmaður – París Saint-Germain

Sam Kerr (Ástralía) – Sóknarmaður – Chelsea

Fran Kirby (England) – Sóknarmaður – Chelsea

Vivianne Miedema (Holland) – Sóknarmaður - Arsenal

Christine Sinclair (Kanada) – Sóknarmaður – Portland Thorns

Ellen White (England) – Sóknarmaður – Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×