Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Snorri Másson skrifar 10. október 2021 19:31 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar, sem kemst að lokaniðurstöðu í kærumálum í Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ber ábyrgð á einni slíkri kæru. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem var í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður, datt út af þingi eftir að niðurstöður endurtalningar lágu fyrir og jöfnunarsætahringekjan svonefnda valt aftur af stað. Hvernig hafa þessir dagar verið? „Þetta hefur verið bara úr hringekju yfir í rússíbana. Þetta hafa verið mjög sérstakir tímar, auðvitað,“ segir Rósa Björk í samtali við fréttastofu. Sagði uppkosningu ýtrasta úrræðið Rósa hefur eins og fleiri kærendur krafist uppkosningar í Norðvesturkjördæmi en segir það stærra mál en svo að það snúist um hagsmuni þeirra þingmanna sem eiga í hlut. Hún óttast aftur á móti að stjórnarþingmenn muni mögulega láta pólitíska hagsmuni ganga framar því að fá rétta niðurstöðu í málið. „Mér finnst óheppilegt þegar formaður undirbúningskjörbréfanefndar lýsir sinni persónulegu skoðun yfir á sunnudag fyrir viku síðan áður en nefndin hefur hafið störf og áður en nefndin er með öll gögnin á borðinu. Það finnst mér óheppilegt,“ segir Rósa Björk. Þar vísar Rósa til ummæla Birgis Ármannsonar, formanns nefndarinnar, í Morgunblaðinu 4. október, sem ætla má að hafi verið sögð daginn áður. Birgir segir þar að enda þótt lögin heimili uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, sé það „ýtrasta úrræðið.“ Fyrst þurfi að skoða „alla aðra möguleika í þaula.“ Með þessu telur Rósa að Birgir hafi lýst skoðun sinni á niðurstöðunni áður en rannsóknin hefur verið leidd til lykta. Undirbúningskjörbréfanefnd er skipuð stjórnarþingmönnum að meirihluta en eins og kunnugt er hélt ríkisstjórnin velli í kosningunum. Rósa segir óheppilegt að þingið kveði sjálft upp úr um eigið lögmæti en bindur vonir við að komist verði að réttri niðurstöðu. Krafa hennar er uppkosning. „Það er í þessu tilviki það mikill vafi að þarna hafi ekki aðeins eitt eða tvo eða þrjú brot á kosningalögum heldur fjölmörg, að ef það er raunin, þurfum við að sýna okkar styrk sem lýðræðisþjóðfélag að geta þá leitt til lykta þessar kosningar í þessu kjördæmi þannig að þær séu lögmætar,“ segir Rósa Björk. Óttastu að stjórnarþingmenn muni láta eigin pólitísku hagsmuni ganga framar því að fá fram rétta niðurstöðu? „Já. Núna er pólitíkin með þetta í höndunum. Við erum með lögfræðina annars vegar sem er bara með kosningalögin og dómaframkvæmd hjá Mannréttindadómstól Evrópu fyrir framan sig og síðan er það pólitíkin, og það er mjög óheppilegt að pólitíkin sé sjálf að skera úr um eigið lögmæti,“ segir Rósa Björk.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31