Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 14:19 Hafsteinn Þór Hauksson fór yfir stöðuna á fundinum í morgun. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands kom fyrir fund undirbúningskjörbréfanefndar í morgun en fundinum var streymt á vef Alþingis. Þar fór Hafsteinn yfir þær stjórnskipulegu spurningar sem nefndin stendur nú frammi fyrir. Nú þegar hafa alls átta manns hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörgagna. Hafsteinn sagði að í þessu máli sé fyrst og fremst horft til þriðju málsgreinar í 120. grein kosningalaga þar sem eftirfarandi kemur fram: ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Hafsteinn segir að það að kjörgögnin hafi verið óinnsigluð leiði ekki eitt og sér til ógildingar kosninganna. „Ég held að það þurfi að kanna málsatvik sérstaklega. Það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir Hafsteinn. Þá hafi hann verið beðinn um að kanna hvaða áhrif það geti haft að það vantaði einhverja umboðsmenn við talningu atkvæða og að önnur niðurstaða var milli fyrstu og annarrar talningar yfirkjörstjórnar. Hafsteinn segir að það séu nokkrar leiðir færar til að ná fram niðurstöðu í málinu og ein þeirra sé að rannsaka kjörgögnin. „Það er ekki að ástæðulausu að þessi álitaefni koma upp því það eru engin ákvæði sem mæla fyrir um þetta í lögunum. Einhverjir gætu talið það til marks um það að úrræðin séu þá tæmandi en ég tel sjálfur að það gangi eiginlega ekki upp,“ segir Hafsteinn. „Það er hlutverk þingsins að taka afstöðui til deilumála. Taka afstöðu til deilna um einstök atkvæði, skoða einstök atkvæði. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að þingið geti rannsakað kjörgögn í þessu máli,“ segir Hafsteinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Tengdar fréttir Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19 Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38 Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Átta hafa kært framkvæmd talningar Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. 8. október 2021 20:19
Undirbúningskjörnefnd kemur saman á opnum fundi í dag Undirbúningskjörnefnd kemur saman á fundi í dag til að fara yfir kærur sem borist hafa vegna framkvæmdar þingkosninganna í Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 06:38
Ummæli Birgis Ármannssonar óheppileg Fráfarandi þingmaður segir að hringekja hafi breyst í rússíbana þegar endurtalning breytti jöfnunarsætum með þeim afleiðingum að hún datt út af þingi. Hún gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa yfir sinni persónulegri skoðun áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu um Norðvesturkjördæmi. 10. október 2021 19:31