Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 21:00 Squid Game eru suður-kóreskir þættir sem njóta vinsælda um allan heim. Vísir/netflix Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“ Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Suður-kóresku þættirnir Squid Game eru langvinsælustu þættirnir á efnisveitunni Netflix og það í 90 löndum. Þættirnir eru mjög ofbeldisfullir og bannaðir börnum yngri en 17 ára. Allir tali um Squid Game Fréttamaður ræddi við nokkra forstöðumenn félagsmiðstöðva í dag sem sögðu að það væri greinilegt að börn horfðu á þættina. Börn biðji um að farið verði í þá leiki sem fram koma í þættinum og eru dæmi um að tíu ára börn horfi á þá. „Þau vita öll hvað þetta er. Þau eru öll að tala um þetta en það er misjafnt hvort þau séu að horfa á þetta. Þetta er í umræðunni, þetta er á TikTok og öllum samfélagsmiðlunum þeirra, þannig að lífið snýst svolítið um Squid Game þessa dagana,“ sagði Ólafur Þór Jónsson, forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Buskanum. TikTok stútfullt af Squid Game Í Facebook-hópnum Mæðratips lýsa mæður yfir áhyggjum af áhorfi barna. Ólafur segir að mikill áhugi sé fyrir þáttunum á meðal þeirra. „Það líður ekki vakt án þess að þau biðji um að horfa á þáttinn en þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni.“ Þá segir hann TikTok stútfullt af efni úr þáttunum. „Aðgengi að öllu efni er náttúrulega orðið rosalegt. TikTok er stútfullt af mjög óeðlilegu og óheilbrigðu efni fyrir þessa krakka.“ Hann segir mikilvægt að samtal fari fram í félagsmiðstöðvum sem og á milli foreldra og barna um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Nú styttist í hrekkjavökuna. Eru einhverjir farnir að tala um að vera í Squid Game búningum? „Já ég hef heyrt það að margir ætli að vera brúðan eða fangarnir. Ég held að þetta verði Squid Game Halloween.“
Netflix Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10 Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. 12. október 2021 11:10
Spilaði í „Squid Game“ skóm í NFL í nótt Stefon Diggs og félagar í Buffalo Bill fóru illa með Kansas City Chiefs liðið í sunnudagskvöldsleik NFL-deildarinnar. Útherjinn er greinilega einn af mörgum aðdáendum suður-kóreska sjónvarpsþáttarins Squid Game. 11. október 2021 17:00