Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2021 22:12 Hraun frá Cumbre Vieja eldfjallinu þekur nú 600 hektara. AP/Daniel Roca Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Um sjö hundruð íbúar La Laguna á eyjunni fengu frest til klukkan sex í kvöld til að sækja mikilvægar eigur sínar og gæludýr áður en að þeim var fyrirskipað að yfirgefa húsin vegna hraunstraumsins frá eldfjallinu. „Við fórum að sækja alls konar skjöl og passa ásamt öðru. Allt okkar líf eru í húsinu okkar en við getum ekki sótt þrjátíu ár á fimm mínútum,“ sagði húseigandi að nafni Enrique í samtali við Reuters í dag. Er hann einn þeirra sjö hundruð sem þurftu að yfirgefa heimili sín í kvöld. Hraunstraumurinn fer þó tiltölulega hægt fram og því er lítil hætta talin á ferðum fyrir utan það gífurlega eignatjón sem mun verða ef fleiri hús fara undir hraunið. Talið er að um 1.200 húsi hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst. Þrjú þúsund íbúar tveggja þorpa í grennd við eldfjallið gátu þó andað léttar í dag vegna þess að yfirvöld afléttu útgöngubanni þar sem ekki var lengur talin hætta á að hættulegum lofttegundum í grennd við þorpið vegna gossins. Myndir frá eyjunni sem teknar hafa verið síðustu daga sýna meðal annars að hraunið er nú að gleypa í sig sementsverksmiðju á eyjunni. Fylgjast má með beinni útsendingu Reuters frá gosinu hér að neðan. Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12 Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12 Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Um sjö hundruð íbúar La Laguna á eyjunni fengu frest til klukkan sex í kvöld til að sækja mikilvægar eigur sínar og gæludýr áður en að þeim var fyrirskipað að yfirgefa húsin vegna hraunstraumsins frá eldfjallinu. „Við fórum að sækja alls konar skjöl og passa ásamt öðru. Allt okkar líf eru í húsinu okkar en við getum ekki sótt þrjátíu ár á fimm mínútum,“ sagði húseigandi að nafni Enrique í samtali við Reuters í dag. Er hann einn þeirra sjö hundruð sem þurftu að yfirgefa heimili sín í kvöld. Hraunstraumurinn fer þó tiltölulega hægt fram og því er lítil hætta talin á ferðum fyrir utan það gífurlega eignatjón sem mun verða ef fleiri hús fara undir hraunið. Talið er að um 1.200 húsi hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst. Þrjú þúsund íbúar tveggja þorpa í grennd við eldfjallið gátu þó andað léttar í dag vegna þess að yfirvöld afléttu útgöngubanni þar sem ekki var lengur talin hætta á að hættulegum lofttegundum í grennd við þorpið vegna gossins. Myndir frá eyjunni sem teknar hafa verið síðustu daga sýna meðal annars að hraunið er nú að gleypa í sig sementsverksmiðju á eyjunni. Fylgjast má með beinni útsendingu Reuters frá gosinu hér að neðan.
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12 Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12 Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12
Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12
Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55