Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2021 19:00 Helena er spennt fyrir leik morgundagsins. Vísir/Bára Dröfn „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. „Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Sjá meira
„Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Sjá meira