Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 17:01 Í tilefni af Bleikum október fer fram kröftug kvennastund í Hörpu. Kraftur Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30. „Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, setur Kvennastundina,“ segir í tilkynningu frá Krafti. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Lára Guðrún Jóhönnudóttir er hvunndagshetja Bleiku slaufunnar 2021. Lára missti móður sína ung úr krabbameini og greindist svo síðar sjálf með brjóstakrabbamein. Hún hefur verið síðust ár öflugur talsmaður kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein undir #látumdælunaganga og á Facebook síðunni Föruneyti hringsins. Á síðasta ári greindist hún með meinvörp út frá brjóstakrabbameininu sem hún hefur verið að takast á við og hefur vakið athygli fyrir viðhorf sitt til lífsins og opinskáa umræðu um krabbamein og því sem því fylgir. Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, hefur tekið að sér ýmis verkefni bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum bæði í starfi og persónulega lífinu. Eliza hefur sjálf sagt að hún sé ekki skraut forsætisembættisins heldur kona með sína eigin rödd og eigin skoðanir sem vill gera samfélaginu gagn. G. Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý snjódrífa, fékk þær fregnir fyrir sex árum síðan að hún væri með ólæknandi krabbamein. Til að takast á við veikindin fór hún að stunda útivist og göngur sér til sjálfseflingar. Hún setti á laggirnar verkefnið Lífskraft sem m.a. stóð að þverun Vatnajökuls og göngu 100 kvenna upp á Hvannadalshnjúk til styrktar Líf styrktarfélagi, Krafti og krabbameinsdeild Landspítalans. Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks og hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna. Léttar bleikar veitingar verða í boði. „Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. Ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.“ Skráning fer fram hér. Kvenheilsa Heilsa Harpa Tengdar fréttir Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41 Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira
„Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, setur Kvennastundina,“ segir í tilkynningu frá Krafti. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Lára Guðrún Jóhönnudóttir er hvunndagshetja Bleiku slaufunnar 2021. Lára missti móður sína ung úr krabbameini og greindist svo síðar sjálf með brjóstakrabbamein. Hún hefur verið síðust ár öflugur talsmaður kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein undir #látumdælunaganga og á Facebook síðunni Föruneyti hringsins. Á síðasta ári greindist hún með meinvörp út frá brjóstakrabbameininu sem hún hefur verið að takast á við og hefur vakið athygli fyrir viðhorf sitt til lífsins og opinskáa umræðu um krabbamein og því sem því fylgir. Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, hefur tekið að sér ýmis verkefni bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum bæði í starfi og persónulega lífinu. Eliza hefur sjálf sagt að hún sé ekki skraut forsætisembættisins heldur kona með sína eigin rödd og eigin skoðanir sem vill gera samfélaginu gagn. G. Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý snjódrífa, fékk þær fregnir fyrir sex árum síðan að hún væri með ólæknandi krabbamein. Til að takast á við veikindin fór hún að stunda útivist og göngur sér til sjálfseflingar. Hún setti á laggirnar verkefnið Lífskraft sem m.a. stóð að þverun Vatnajökuls og göngu 100 kvenna upp á Hvannadalshnjúk til styrktar Líf styrktarfélagi, Krafti og krabbameinsdeild Landspítalans. Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks og hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna. Léttar bleikar veitingar verða í boði. „Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. Ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.“ Skráning fer fram hér.
Kvenheilsa Heilsa Harpa Tengdar fréttir Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41 Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira
Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41
Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01