Ekki þjóðhættulegt að hækka lágmarkslaun Flosi Eiríksson skrifar 14. október 2021 15:00 Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun