Jóhannes Karl: „Við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2021 19:01 Jóhannes Karl Guðjónsson segist vera viss um það að Skagamenn geti unnið Mjólkurbikarinn. Mynd/Skjáskot ÍA mætir nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings í úrslitaleik Mjólkurbikarsins næsta laugardag og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, segir að liðið ætli sér að taka bikarinn með sér upp á Skaga. „Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
„Mér lýst bara mjög vel á þessa viðurgeign. Við erum búnir að vinna fjóra leiki í röð og kláruðum deildina af gríðarlegum krafti og tryggðum stöðu okkar í efstu deild fyrir næsta ár,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Gaupa. „Við spiluðum við Keflavík þarna tvo leiki í röð og vinnum þá í deildinni og svo aftur í undanúrslitum. Þannig að við erum á mjög góðum stað með alla leikmenn í mjög góðu standi, og ég hef trú á því að þessi kúrva hjá okkur upp á við haldi bara áfram.“ „Við erum að koma inn í þennan úrslitaleik á móti Víkingum til þess að vinna hann og taka þennan bikar sem er hérna fyrir aftan mig, það er ekki nokkur spurning.“ Lengi vel var búið að afskrifa Skagamenn og dæma þeim fall úr Pepsi Max deildinni. Eins og Jóhannes talaði um hér áður hefur liðið unnið seinustu fjóra leiki sína og bjargaði sér frá falli á ótrúlegan hátt. Hann segir að það hafi verið stígandi í liðinu, og að hann telji sig vera með nógu gott lið í höndunum til að landa titilinum. „Já það hefur verið stígandi. Og leikmenn sem komu kannski ekki alveg 100% inn í þetta mót. Hvort sem að það snéri að undirbúning eða meiðslum eða öðru hafa verið að stíga upp núna.“ „Við teljum okkur alveg vera með nógu gott lið til þess að vinna Víkinga. Við erum með góða einstaklinga, við erum með leikmenn í góðu standi og við erum með líkamlega sterka leikmenn, áræðna og fljóta.“ „Við höfum bara fullt í okkar liði til þess að skora mörk og það er lykillinn að því að vinna fótboltaleiki. Varnarleikurinn okkar hefur verið að batna líka og við höfum verið að bæta okkur statt og stöðugt þar. Þannig að við höfum bara alla trú á því að við tökum þennan titil.“ Klippa: Jóihannes Karl viðtal „Ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera“ Athygli vakti að Jóhannes Karl stökk í frí til Tenerife á dögunum, aðeins nokkrum dögum fyrir bikarúrslitaleik. Jóhannes gleðst yfir því að fólk hafi áhuga á því sem hann er að gera, og segist hafa komið endurnærður til baka. „Það var greinilega voðalega lítið að frétta fyrir blaðamannafundinn hjá landsliðinu, en ég átti bara góða daga á Tenerife og það er bara ánægjulegt að fólk sé að fylgjast með því sem ég er að gera og hafi áhuga á því. Ég fagna því bara,“ sagði Jóhannes léttur. „Það var sól og blíða og allt í toppmálum á Tene. „Ég var bara að reyna að slaka á og hlaða batteríin og það gekk vel. Það var svona aðal markmiðið með ferðinni,“ sagði Jóhannes að lokum. Viðtalið við Jóhannes má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn