Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 20:16 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður Fagráðs í bráðahjúkrun. Vísir/Adelina Antal Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Fagráð í bráðahjúkrun hefur ítrekað krafist aðgerða vegna vanda á bráðamóttöku Landspítalans, fyrst árið 2016 þegar um tólf til tuttugu legudeildarsjúklingar voru innlagðir á bráðamóttöku hverju sinni. Nú, fimm árum síðar, eru þeir allt að fjörutíu og fjórir talsins. Vandinn hefur því tvöfaldast á þessum tíma. „Okkur finnst eins og það sé ekki hlustað og sé kannski ekki sú virðing fyrir hjúkrun og hjúkrunarstörfum í samfélaginu sem mætti vera til þess að halda uppi þessu heilbrigðiskerfi sem ég held að við öll sem þjóð viljum hafa. Heilbrigðiskerfið verður ekki rekið án hjúkrunarfræðinga,” segir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður ráðsins. Þórdís segir að með þessu áframhaldi sé ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Þá óttist hjúkrunarfræðingar að gera mistök í starfi. „Hjúkrunarfræðingar óttast um réttarstöðu sína ef slík mistök verða. Sem betur fer er ekkert algengt að þau gerist vegna þess að allir eru að gera sitt besta en þeim finnst fagmennsku sinni ógnað þegar aðstaðan er stöðugt slík að þeir eru með of marga sjúklinga of lengi.” Hún tekur fram að um sé að ræða heildarvanda Landspítala og því eigi fólk ekki að óttast það að mæta á bráðamóttöku vegna álagsins þar. Hins vegar þurfi það að vera skýrt að sjúklingar eigi ekki að dvelja þar lengur en í sex tíma og eftir það eigi þeir að komast inn á legudeildir. „Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttökunni hafa fengið nóg af því að vera stöðugt að sinna sjúklingum sem ættu að vera annars staðar í kerfinu, annars staðar á spítalanum og vilja bara aðgerðir strax,” segir Þórdís.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45