Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2021 19:08 Norska lögreglan tilkynnti nú síðdegis að útlit sé fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða. EPA Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Mikil sorg ríkir í Noregi og kom fólk saman í dag með blóm og kerti til að minnast hinna látnu. Árásin var um klukkan 18 í gær og skapaðist mikil ringulreið þegar maðurinn réðist til atlögu. Lögregla fékk tilkynningu um árásina klukkan 18:12 og var komin á vettvang sex mínútum síðar. Maðurinn hæfði átta manns, þar af biðu fimm bana; fjórar konur og einn karlmaður. Fórnarlömbin eru á aldrinum 50 til 70 ára. Mikil sorg Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg, segir árásina eðlilega hafa áhrif á fólk í bænum, en skynjar á sama tíma samheldni. „Fólk er bara mjög sorgmætt og þetta er reiðarslag fyrir allan bæinn. Þessi bær er öllu jafna mjög rólegur og fjölskylduvænn og þetta er hlutur sem maður hefði aldrei getað órað fyrir að myndi gerast hér í þessum ágæta bæ,“ segir hún. „Maður sér mikla samstöðu og sér að fólk er að ræða þetta sín á milli, og vera til staðar fyrir hvort annað, sem er auðvitað bara eitthvað sem við þurfum öll á þessum tíma, Þetta snertir okkur öll og þetta er auðvitað mjög erfitt mál fyrir alla.“ Elsa Giljan Guðrún Elsa vill ekki endilega meina að fólk sé hrætt, en að fólk fylgist vel með fjölmiðlum og framvindu mála. Þá nefnir hún að ríkisstjórnarskipti hafi átt sér stað í landinu í dag en Erna Solberg ávarpaði þjóðina í síðasta sinn sem forsætisráðherra í dag, áður en hún færði Jonasi Gahr Store lyklana að ráðuneyti sínu. „Maður varla sér fréttir af því. Maður þarf að skrolla ansi langt á netmiðlunum til þess að fá fréttir af þeim. Þetta er alveg magnað að Erna Solberg þurfi að kveðja svona á þennan hátt með því að ganga með þessi verkefni á bakinu.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira