„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 21:32 Framkvæmdirnar á Hverfisgötu árið 2019 voru umdeildar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand. Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur við Hverfisgötu árið 2010. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins, stefndu Reykjavíkurborg og kröfðust þau 18,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins. Telja þau að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. „Það var sett af stað stríðsástand“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar sem Ásmundur gaf aðilaskýrslu. Þar lýsti hann því hversu flatt það hefði komið upp á eigendurna í apríl 2019 þegar þau fréttu fyrst af umræddum framkvæmdum, í gegnum vin sem hafði lesið um þær í Morgunblaðinu. Ítrekaðar beiðnir um upplýsingar frá borginni hafi engu skilað. Hverfisgatan var endurnýjuð en verslunar- og veitingastaðaeigendur við götuna voru ósáttir við það hvernig staðið var að framkvæmdinni.Vísir/Vilhelm. Greindi hann frá því að 14. maí hefði komið bréf inn um lúguna þar sem fram kom að framkvæmdir ættu að hefjast 13. maí. Eftir samskipti við tengilið verkefnisins sagðist Ásmundur hafa fengið upplýsingar um að aðgengi ætti að vera tryggt á meðan á framkvæmdunum stæði. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá ágúst árið 2019. Í dómsal í dag nefndi Ásmundur það sem dæmi um slæmt aðgengi að Gráa kettinum á meðan framkvæmdum stóð að ekki nokkur leið hafi verið fyrir fréttamanninn sem vann umrædda frétt að komast að veitingastaðnum. Framkvæmdir hófust 20. maí og sagði Ásmundur um leið og þær hefðu byrjað hefði velta kaffihúsins farið niður á við. „Það var sett af stað stríðsástand,“ sagði Ásmundur og lýsti því hvernig tveggja metra grindur hafi verið settar upp á svæðinu. Malbikið hafi verið rifið af og það sem verst hafi verið að byrjað hafi verið að fleyga, átta tíma á dag í fimm til sex vikur. „Stóra málið í þessu er fleygunin, hún var ansi hávaðasöm, en aðgengið var alveg skelfilegt. Það var erfitt frá fyrsta degi þó gangstéttin hafi verið nokkuð greið – það var hægt að labba hana og hjóla á henni,“ sagði Ásmundur. Allir tilbúnir að læra á hans kostnað Ásmundur lagði meðal annars fram veltuyfirlit með samanburði á milli ára þar sem kom fram að velta hefði minnkað um fimmtán prósent í maí, sautján prósent í júlí, nítján prósent í ágúst, 34 prósent í september og 41 prósent í október. Sagðist Ásmundur þá hafa haldið að kaffihúsið myndi fara á hausinn. Framkvæmdir á Hverfisgötu sumarið 2019.Vísir/Vilhelm. Sem fyrr segir krefjast eigendur Gráa Kattarins 18,5 milljóna króna frá borginni vegna málsins. Í máli Ásmundar kom fram að hann hefði skynjað það eftir framkvæmdirnar að þeir sem stóðu að þeim hafi sýnt vilja til að læra af því sem hafi farið úrskeiðis svo það myndi ekki endurtaka sig, það bætti honum samt ekki tjónið „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“ Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Mikillar óánægju gætti á meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur við Hverfisgötu árið 2010. Lítið upplýsingaflæði og skortur á aðgengi að verslunum og veitingahúsum við götuna vegna framkvæmdanna var gagnrýndur. Framkvæmdirnar á Hverfisgötu voru afar umdeildar. Þær hófust í maí og átti að vera lokið um þremur mánuðum síðar, í ágúst í kringum menningarnótt. Verklok tókust hins vegar ekki fyrr en í nóvember sama ár. Fór það svo að Ásmundur og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins, stefndu Reykjavíkurborg og kröfðust þau 18,5 milljónir í skaðabætur vegna málsins. Telja þau að borgin hafi brugðist skyldu sinni með ófullnægjandi kynningu og skipulagi, hvort sem er í aðdraganda framkvæmdanna og svo á meðan á framkvæmdunum stóð. „Það var sett af stað stríðsástand“ Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, þar sem Ásmundur gaf aðilaskýrslu. Þar lýsti hann því hversu flatt það hefði komið upp á eigendurna í apríl 2019 þegar þau fréttu fyrst af umræddum framkvæmdum, í gegnum vin sem hafði lesið um þær í Morgunblaðinu. Ítrekaðar beiðnir um upplýsingar frá borginni hafi engu skilað. Hverfisgatan var endurnýjuð en verslunar- og veitingastaðaeigendur við götuna voru ósáttir við það hvernig staðið var að framkvæmdinni.Vísir/Vilhelm. Greindi hann frá því að 14. maí hefði komið bréf inn um lúguna þar sem fram kom að framkvæmdir ættu að hefjast 13. maí. Eftir samskipti við tengilið verkefnisins sagðist Ásmundur hafa fengið upplýsingar um að aðgengi ætti að vera tryggt á meðan á framkvæmdunum stæði. Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 um málið frá ágúst árið 2019. Í dómsal í dag nefndi Ásmundur það sem dæmi um slæmt aðgengi að Gráa kettinum á meðan framkvæmdum stóð að ekki nokkur leið hafi verið fyrir fréttamanninn sem vann umrædda frétt að komast að veitingastaðnum. Framkvæmdir hófust 20. maí og sagði Ásmundur um leið og þær hefðu byrjað hefði velta kaffihúsins farið niður á við. „Það var sett af stað stríðsástand,“ sagði Ásmundur og lýsti því hvernig tveggja metra grindur hafi verið settar upp á svæðinu. Malbikið hafi verið rifið af og það sem verst hafi verið að byrjað hafi verið að fleyga, átta tíma á dag í fimm til sex vikur. „Stóra málið í þessu er fleygunin, hún var ansi hávaðasöm, en aðgengið var alveg skelfilegt. Það var erfitt frá fyrsta degi þó gangstéttin hafi verið nokkuð greið – það var hægt að labba hana og hjóla á henni,“ sagði Ásmundur. Allir tilbúnir að læra á hans kostnað Ásmundur lagði meðal annars fram veltuyfirlit með samanburði á milli ára þar sem kom fram að velta hefði minnkað um fimmtán prósent í maí, sautján prósent í júlí, nítján prósent í ágúst, 34 prósent í september og 41 prósent í október. Sagðist Ásmundur þá hafa haldið að kaffihúsið myndi fara á hausinn. Framkvæmdir á Hverfisgötu sumarið 2019.Vísir/Vilhelm. Sem fyrr segir krefjast eigendur Gráa Kattarins 18,5 milljóna króna frá borginni vegna málsins. Í máli Ásmundar kom fram að hann hefði skynjað það eftir framkvæmdirnar að þeir sem stóðu að þeim hafi sýnt vilja til að læra af því sem hafi farið úrskeiðis svo það myndi ekki endurtaka sig, það bætti honum samt ekki tjónið „Það sem er grátlegt við þetta er að það eru allir búnir að viðurkenna mistök; Veitur, borgin, meira segja Dagur borgarstjóri – allir tilbúnir til að læra á minn kostnað,“ sagði Ásmundur sem bætti síðar við: „Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað.“
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir „Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00 Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. 15. ágúst 2019 19:00
Krefja borgina um 18,5 milljónir í bætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu Þau Ásmundur Helgason og Elín Ragnarsdóttir, eigendur kaffihússins Grái kötturinn, sem stendur við Hverfisgötu, hafa sent Reykjavíkurborg kröfubréf þar sem þau krefjast skaðabóta upp á 18,5 milljónir króna vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af síðasta ári. 24. janúar 2020 10:30