Í ljós kom að kviknað hafði í ofni í hannyrðastofu skólans en úðakerfið hafði séð um að slökkva eldinn. Töluvert vatn hafði hinsvegar komið frá úðakerfinu sem hafði flætt um tvær hæðir skólans og tók það slökkviliðsmenn um tvo tíma hreinsa húsnæðið af vatni og reyk.
Annars hafa verið fjögur útköll á dælubíla slökkviliðsins síðasta sólarhringinn og 82 sjúkraflutningar. Þar af voru ellefu flutningar tengdir Covid.