Guðjohnsen fram úr Maldini í kapphlaupi konunglegu knattspyrnuættanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 10:01 Paolo Maldini ásamt sonum sínum Christian og Daniel árið 2009. Þeir hófu báðir knattspyrnuferilinn hjá A.C. Milan. Til hægri sést Eiður Smári Guðjohnsen kyssa son sinn Svein Aron Guðjohnsen. getty/Etsuo hara/AP/Brynjar Ítalir eiga Maldini-fjölskylduna eins við Íslendingar eigum Guðjohnsen-fjölskylduna. Frammistaða Andra Lucasar og Sveins Arons í vikunni sýndi okkur að þeir standa sig vel í að fylgja í fótspor afa síns og pabba. Maldini-nafnið er samofið ítölskum fótbolta eins og Guðjohnsen-nafnið er samofið þeim íslenska. Báðar fjölskyldur skila mönnum í fremstu röð fótboltans í hverjum ættlið. Fallegasta stund vikunnar, mögulega mánaðarins og hugsanlega ein sú fallegasta á árinu í íslenskri knattspyrnu var þegar íslenska karlalandsliðið innsiglaði langþráðan sigur á Laugardalsvellinum með bræðramarki. Bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen komu inn á sem varamenn í leiknum en faðir þeirra Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum enda aðstoðarlandsliðsþjálfari liðsins. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) Guðjohnsen á Guðjohnsen Andri Lucas skoraði fjórða markið Íslands með klassaafgreiðslu eftir skallastoðsendingu frá eldri bróður sínum. Guðjohnsen á Guðjohnsen og stoltur Guðjohnsen á hliðarlínunni. Strákarnir eru þriðji ættliðurinn í íslenska karlalandsliðinu en afi þeirra Arnór Guðjohnsen og auðvitað faðir þeirra eru tveir af bestu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi. Það er alls ekki algengt að þjóðir eignist margar kynslóðir landsliðsmanna úr sama ættlið en annað gott dæmi um þetta verður kannski Maldini-ættin á Ítalíu. Við Íslendingar eigum að minnsta kosti tvær því í þessari viku opnaði Ísak Bergmann Jóhannesson markareikning sinn með íslenska A-landsliðinu og varð yngsti markaskorari A-landsliðs Íslands frá upphafi. Faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson og afinn Guðjón Þórðarson spiluðu báðir landsleiki en Guðjón reyndar bara einn. Ian Wright, sonur hans Shaun Wright-Phillips og barnabarnið D'Margio Wright-Phillips eru líka á lista yfir slíkar fótboltaættir en þótt að D'Margio sé kominn með samning hjá Stoke City þá hefur hann ekki fengið tækifæri með aðalliðinu. Sporting talent can run in the family. Just take it from the Maldinis...https://t.co/2oNwGH55Lz— The New European - Think Without Borders (@TheNewEuropean) October 8, 2021 Fleiri fjölskyldur með þrjá ættliði í boltanum Það má líka nefna til sögunnar Kluivert-fjölskylduna frá Hollandi, Weiss-fjölskylduna frá Slóvakíu og Alonso-fjölskylduna á Spáni svo einhverjar séu nefndar en þegar kemur að framgöngu inn á vellinum þá hafa nöfn Maldini og Guðjohnsen stolið fleiri fyrirsögnum en aðrar konunglegar knattspyrnuættir. Cesare Maldini lék bæði með og þjálfaði ítalska landsliðið en stóra stjarna fjölskyldunnar var sonur hans Paolo Maldini. Hann var mjög lengi í hópi bestu varnarmanna heims. Yngri sonur hans, Daniel Maldini, er nýorðinn tvítugur, leikur með AC Milan og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Ítala. Daniel Maldini (19) scores on his Serie A debut with AC Milan! Third Maldini generation after Cesare and Paolo, part of AC Milan history. #Maldini and here s his dad Paolo Maldini celebrating on the stands after the goal. Story of the day in @SerieA. pic.twitter.com/xampHOY1Bt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 25, 2021 Cesare og Paolo Maldini eru báðir goðsagnir hjá AC Milan þar sem þeir voru lengi fyrirliðar. Cesare náði líka að þjálfa son sinn hjá bæði AC Milan og hjá ítalska landsliðinu. Á meðan Cesare spilaði í tólf tímabil með AC Milan þá náði hann bara að spila fjórtán landsleiki fyrir Ítala. Sonur hans Paolo Maldini lék ekki bara 25 tímabil með AC Milan heldur einnig 126 leiki með ítalska landsliðinu. Maldini átti lengi leikjametið í Seríu A og enginn hefur spilað fleiri mínútur í heimsmeistarakeppni. Aðeins Gianluigi Buffon og Fabio Cannavaro hafa spilað fleiri landsleiki fyrir Ítalíu en Maldini átti metið þegar hann setti skóna upp á hillu. 1954 - Cesare Maldini 1984 - Paolo Maldini 2020 - Daniel Maldini18-year-old Daniel Maldini made his AC Milan debut today, 36 years after his father Paolo and 66 years after his grandfather Cesare! https://t.co/Y6f6HXEBHk— SPORTbible (@sportbible) February 2, 2020 Yngsti Maldini enn langt frá landsliðinu Daniel Maldini byrjaði aftarlega á vellinum eins og faðir sinn en færðist framar á vellinum með aldrinum. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði AC Milan í febrúar 2020 og 25. september síðastliðinn opnaði hann markareikning sinn með AC Milan í Seríu A með marki á móti Spezia í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Það þarf enn ýmislegt að gerast til að Daniel Maldini komist í ítalska A-landsliðið sem er eitt það sterkasta í heimi og Evrópumeistari síðan í sumar. Fyrst er að festa sig í sessi hjá AC Milan. Á sama tíma er allt að gerast hjá Guðjohnsen-drengjunum. Sveinn Aron lék sinn fyrsta A-landsleik í mars og Andri Lucas í september. Andri Lucas er síðan búinn að stimpla sig inn með tveimur mörkum á fyrstu 39 mínútum sínum með A-landsliðinu. Andri er síðan um leið vonarstjarna hjá stórliði Real Madrid og sem dæmi í Meistaradeildarhópi liðsins á þessu tímabili. Eidur Gudjohnsen makes his debut for Iceland after replacing his father, Arnór Gudjohnson. Now that s some wholesome content pic.twitter.com/G83oiErYFv— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2020 Feðgarnir eiga báðir markamet hjá landsliðinu Á árum áður höfðu Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen verið í risahlutverki með íslenska landsliðinu sem aðalmarkaskorarar sinnar kynslóðar, Arnór náði að vera leikmaður ársins í Belgíu og Eiður Smári vann titla með stórliðum Chelsea og Barcelona. Báðir eiga þeir feðgar markamet hjá íslenska landsliðinu. Arnór er sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann deilir því meti með Ríkharði Jónssyni. Arnór skoraði fernu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í júlí 1991. Eiður Smári er enn sá sem hefur skorað flest mörk fyrir íslenska A-landsliðið en enginn hefur náð að skora fleiri en þessi 26 mörk sem Eiður skoraði fyrir landsliðið á sínum tuttugu árum í liðinu. Eidur Gudjohnsen's superb football legacy set to continue for years to come... as his THREE sons are all making their mark in the game https://t.co/sJfnDNvgM9— Sun Sport (@SunSport) October 12, 2021 Áttatíu landsliðsmörk og sumir eru rétt að byrja Þetta var fortíðin en nú lítur út fyrir að Guðjohsen-ættin eigin framtíðina líka fyrir sér hjá íslenska landsliðinu. Á þessu ári hafa Guðjohnsen-synirnir gefið þjóðinni von um að það sé fullt fleiri spennandi hlutum í framtíðinni þegar kemur að Guðjohnsen og íslenska A-landsliðinu. Fjölskyldan hefur þegar skilað landsliðum Íslands áttatíu mörkum og A-landsliðinu 42 mörkum. Þessi mörk verða vonandi miklu fleiri. Svo má ekki gleyma að sá yngsti, Daníel Tristan Guðjohnsen, er bara rétt að byrja sinn feril með íslensku unglingalandsliðunum. Það er því í fínu lagi að monta sig aðeins af því að Guðjohnsen-fjölskyldan sé komin fram úr Maldini í kapphlaupi konunglegu knattspyrnuættanna. Eins og staðan er í íslenskri knattspyrnu þarf meiri jákvæðni og frekari fyrirboða um bjartari framtíð. Sveinn Aron og Andri Lucas voru ljósið í myrkrinu í þessari viku ásamt Ísaki Bergmann. Íslenski boltinn Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira
Maldini-nafnið er samofið ítölskum fótbolta eins og Guðjohnsen-nafnið er samofið þeim íslenska. Báðar fjölskyldur skila mönnum í fremstu röð fótboltans í hverjum ættlið. Fallegasta stund vikunnar, mögulega mánaðarins og hugsanlega ein sú fallegasta á árinu í íslenskri knattspyrnu var þegar íslenska karlalandsliðið innsiglaði langþráðan sigur á Laugardalsvellinum með bræðramarki. Bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen komu inn á sem varamenn í leiknum en faðir þeirra Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum enda aðstoðarlandsliðsþjálfari liðsins. View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) Guðjohnsen á Guðjohnsen Andri Lucas skoraði fjórða markið Íslands með klassaafgreiðslu eftir skallastoðsendingu frá eldri bróður sínum. Guðjohnsen á Guðjohnsen og stoltur Guðjohnsen á hliðarlínunni. Strákarnir eru þriðji ættliðurinn í íslenska karlalandsliðinu en afi þeirra Arnór Guðjohnsen og auðvitað faðir þeirra eru tveir af bestu landsliðsmönnum Íslands frá upphafi. Það er alls ekki algengt að þjóðir eignist margar kynslóðir landsliðsmanna úr sama ættlið en annað gott dæmi um þetta verður kannski Maldini-ættin á Ítalíu. Við Íslendingar eigum að minnsta kosti tvær því í þessari viku opnaði Ísak Bergmann Jóhannesson markareikning sinn með íslenska A-landsliðinu og varð yngsti markaskorari A-landsliðs Íslands frá upphafi. Faðir hans Jóhannes Karl Guðjónsson og afinn Guðjón Þórðarson spiluðu báðir landsleiki en Guðjón reyndar bara einn. Ian Wright, sonur hans Shaun Wright-Phillips og barnabarnið D'Margio Wright-Phillips eru líka á lista yfir slíkar fótboltaættir en þótt að D'Margio sé kominn með samning hjá Stoke City þá hefur hann ekki fengið tækifæri með aðalliðinu. Sporting talent can run in the family. Just take it from the Maldinis...https://t.co/2oNwGH55Lz— The New European - Think Without Borders (@TheNewEuropean) October 8, 2021 Fleiri fjölskyldur með þrjá ættliði í boltanum Það má líka nefna til sögunnar Kluivert-fjölskylduna frá Hollandi, Weiss-fjölskylduna frá Slóvakíu og Alonso-fjölskylduna á Spáni svo einhverjar séu nefndar en þegar kemur að framgöngu inn á vellinum þá hafa nöfn Maldini og Guðjohnsen stolið fleiri fyrirsögnum en aðrar konunglegar knattspyrnuættir. Cesare Maldini lék bæði með og þjálfaði ítalska landsliðið en stóra stjarna fjölskyldunnar var sonur hans Paolo Maldini. Hann var mjög lengi í hópi bestu varnarmanna heims. Yngri sonur hans, Daniel Maldini, er nýorðinn tvítugur, leikur með AC Milan og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Ítala. Daniel Maldini (19) scores on his Serie A debut with AC Milan! Third Maldini generation after Cesare and Paolo, part of AC Milan history. #Maldini and here s his dad Paolo Maldini celebrating on the stands after the goal. Story of the day in @SerieA. pic.twitter.com/xampHOY1Bt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 25, 2021 Cesare og Paolo Maldini eru báðir goðsagnir hjá AC Milan þar sem þeir voru lengi fyrirliðar. Cesare náði líka að þjálfa son sinn hjá bæði AC Milan og hjá ítalska landsliðinu. Á meðan Cesare spilaði í tólf tímabil með AC Milan þá náði hann bara að spila fjórtán landsleiki fyrir Ítala. Sonur hans Paolo Maldini lék ekki bara 25 tímabil með AC Milan heldur einnig 126 leiki með ítalska landsliðinu. Maldini átti lengi leikjametið í Seríu A og enginn hefur spilað fleiri mínútur í heimsmeistarakeppni. Aðeins Gianluigi Buffon og Fabio Cannavaro hafa spilað fleiri landsleiki fyrir Ítalíu en Maldini átti metið þegar hann setti skóna upp á hillu. 1954 - Cesare Maldini 1984 - Paolo Maldini 2020 - Daniel Maldini18-year-old Daniel Maldini made his AC Milan debut today, 36 years after his father Paolo and 66 years after his grandfather Cesare! https://t.co/Y6f6HXEBHk— SPORTbible (@sportbible) February 2, 2020 Yngsti Maldini enn langt frá landsliðinu Daniel Maldini byrjaði aftarlega á vellinum eins og faðir sinn en færðist framar á vellinum með aldrinum. Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði AC Milan í febrúar 2020 og 25. september síðastliðinn opnaði hann markareikning sinn með AC Milan í Seríu A með marki á móti Spezia í sínum fyrsta leik í byrjunarliði. Það þarf enn ýmislegt að gerast til að Daniel Maldini komist í ítalska A-landsliðið sem er eitt það sterkasta í heimi og Evrópumeistari síðan í sumar. Fyrst er að festa sig í sessi hjá AC Milan. Á sama tíma er allt að gerast hjá Guðjohnsen-drengjunum. Sveinn Aron lék sinn fyrsta A-landsleik í mars og Andri Lucas í september. Andri Lucas er síðan búinn að stimpla sig inn með tveimur mörkum á fyrstu 39 mínútum sínum með A-landsliðinu. Andri er síðan um leið vonarstjarna hjá stórliði Real Madrid og sem dæmi í Meistaradeildarhópi liðsins á þessu tímabili. Eidur Gudjohnsen makes his debut for Iceland after replacing his father, Arnór Gudjohnson. Now that s some wholesome content pic.twitter.com/G83oiErYFv— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2020 Feðgarnir eiga báðir markamet hjá landsliðinu Á árum áður höfðu Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen verið í risahlutverki með íslenska landsliðinu sem aðalmarkaskorarar sinnar kynslóðar, Arnór náði að vera leikmaður ársins í Belgíu og Eiður Smári vann titla með stórliðum Chelsea og Barcelona. Báðir eiga þeir feðgar markamet hjá íslenska landsliðinu. Arnór er sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann deilir því meti með Ríkharði Jónssyni. Arnór skoraði fernu á móti Tyrkjum á Laugardalsvellinum í júlí 1991. Eiður Smári er enn sá sem hefur skorað flest mörk fyrir íslenska A-landsliðið en enginn hefur náð að skora fleiri en þessi 26 mörk sem Eiður skoraði fyrir landsliðið á sínum tuttugu árum í liðinu. Eidur Gudjohnsen's superb football legacy set to continue for years to come... as his THREE sons are all making their mark in the game https://t.co/sJfnDNvgM9— Sun Sport (@SunSport) October 12, 2021 Áttatíu landsliðsmörk og sumir eru rétt að byrja Þetta var fortíðin en nú lítur út fyrir að Guðjohsen-ættin eigin framtíðina líka fyrir sér hjá íslenska landsliðinu. Á þessu ári hafa Guðjohnsen-synirnir gefið þjóðinni von um að það sé fullt fleiri spennandi hlutum í framtíðinni þegar kemur að Guðjohnsen og íslenska A-landsliðinu. Fjölskyldan hefur þegar skilað landsliðum Íslands áttatíu mörkum og A-landsliðinu 42 mörkum. Þessi mörk verða vonandi miklu fleiri. Svo má ekki gleyma að sá yngsti, Daníel Tristan Guðjohnsen, er bara rétt að byrja sinn feril með íslensku unglingalandsliðunum. Það er því í fínu lagi að monta sig aðeins af því að Guðjohnsen-fjölskyldan sé komin fram úr Maldini í kapphlaupi konunglegu knattspyrnuættanna. Eins og staðan er í íslenskri knattspyrnu þarf meiri jákvæðni og frekari fyrirboða um bjartari framtíð. Sveinn Aron og Andri Lucas voru ljósið í myrkrinu í þessari viku ásamt Ísaki Bergmann.
Íslenski boltinn Ítalski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Sjá meira