Háaleiti og Bústaðir - hverfisskipulag í þágu íbúa Dóra Magnúsdóttir skrifar 16. október 2021 13:32 Kynning á hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði stendur nú yfir en borgarhlutinn, sem samanstendur af Bústaðahverfi, Fossvogi, Háaleiti og Múlum, er sá þriðji á eftir Árbæ og Breiðholti til að fá staðbundið skipulag fyrir sitt nærsamfélag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans með áherslu á samstarf með íbúum hverfanna og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin muni framkvæma allt sem kemur fram í myndrænni framsetningu en svo er þó ekki. Í hverfisskipulaginu er til dæmis verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Dæmi um þetta er að það er mikið af fjögurra hæða blokkum í Háaleitinu hvers eigendur/húsfélög gætu viljað byggja 5. hæðina og nýta tekjurnar af sölu þeirra til að koma fyrir lyftu í húsinu. Þetta er ekki eitthvað sem borgin framkvæmir en íbúum er með þessu gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Annað markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Mikið og ítarlegt samráð var haft við íbúa og hagsmunasamtök við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. Í Háaleiti og Bústöðum fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utan um hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist nú í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu! Hverfisskipulag íbúa í Háaleiti og Bústöðum er komið í kynningarferli. Sýning stendur yfir í Austurveri til 20. október. Einnig eru þrjá göngur fyrirhugaðar næstu daga: Háaleiti – Múlar 18. október nk., Leiti – Gerði 20. október nk. og Bústaðir – Fossvogur 21. október nk. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni Hverfisskipulag.is (smella á hnapp sem heitir Háaleiti – Bústaðir, vinnutillögur). Að auki verður fundur fimmtudaginn 21. október með íbúum og hagsmunaaðilum í Réttarholtsskóla kl 19. 30 til að heyra þeirra m.a. skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir íbúa í Háaleiti og Bústöðum sem og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, taka þátt í göngunum, líta við í Austurveri næstu daga athugasemdum á framfæri í netfangið skipulag@reykjavik.is Höfundur er formaður íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Kynning á hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði stendur nú yfir en borgarhlutinn, sem samanstendur af Bústaðahverfi, Fossvogi, Háaleiti og Múlum, er sá þriðji á eftir Árbæ og Breiðholti til að fá staðbundið skipulag fyrir sitt nærsamfélag. Markmið hverfisskipulagsins er tvíþætt. Annarsvegar er það hugsað til að einfalda líf borgabúans með áherslu á samstarf með íbúum hverfanna og hinsvegar til að endurskipuleggja gróin hverfi með komandi kynslóðir í huga. Fyrir venjulega íbúa í borginni geta skipulagsmál og umsóknir þeim tengdum virkað flóknar og hægfara í afgreiðslu. Sumum finnst tungutak tæknilegt og því getur verið torvelt að skilja leikreglurnar fyrir venjulegt fólk sem er ekki að byggja hús, reisa kvisti eða stækka eignina sína nema einu sinni á lífsleiðinni. Hverfisskipulagið er hannað á mannamáli og er aðgengilegt fólki á öllum aldri og einfalt í notkun. Vönduð vinna, myndræn framsetning og skýr efnistök gerir það í senn áhugavert og skiljanlegt fyrir hinn almenna borgarbúa. Með fyrra markmiði hverfisskipulagsins er ferli umsókna hraðað og það einfaldað. Með því að sýna á aðgengilegan hátt hvaða heimildir eru til staðar í skipulaginu og t.a.m. hvort hækka megi þak, reisa kvist eða stækka húsnæði. Í almennri umræðu hefur borið á þeim misskilningi að borgin muni framkvæma allt sem kemur fram í myndrænni framsetningu en svo er þó ekki. Í hverfisskipulaginu er til dæmis verið að útbúa heimildir til hækkunar húsa og breytinga á lóðum. Dæmi um þetta er að það er mikið af fjögurra hæða blokkum í Háaleitinu hvers eigendur/húsfélög gætu viljað byggja 5. hæðina og nýta tekjurnar af sölu þeirra til að koma fyrir lyftu í húsinu. Þetta er ekki eitthvað sem borgin framkvæmir en íbúum er með þessu gert kleift að breyta og bæta eignir sínar, hvort sem það er í sérbýli eða fjölbýli. Annað markmið hverfisskipulagsins er að skipuleggja gróin hverfi borgarinnar á vistvænan og sjálfbæran hátt í takt við samfélagslegar breytingar. Þar eru höfð að leiðarljósi græn gildi, mannfjöldaþróun, fjölbreyttar samgöngur og þarfir komandi kynslóða, styrking verslunar og nærþjónustu innan hverfanna, samhliða því að fegra borgarlandið og hvetja til heilbrigðs lífs. Skapandi samráð við borgarbúa Mikið og ítarlegt samráð var haft við íbúa og hagsmunasamtök við vinnu og undirbúning hverfisskipulagsins, sem hófst árið 2015 undir forystu Samfylkingarinnar og þáverandi meirihluta. Skapandi samráð er aðferðafræði sem byggir á samtali við íbúa og nýtir sérfræðiþekkingu þeirra á eigin nærumhverfi. Í Háaleiti og Bústöðum fengu 6. bekkingar í skólunum í hverfinu tækifæri til að búa til líkan af skólahverfinu sínu en líkanavinnan var gerð undir handleiðslu starfsmanna borgarinnar og kennara. Samráðsvinnan átti sér stað veturinn 2015 til 2016. Þarna voru krakkarnir, komandi kynslóðir, fengnir til að skoða sitt nærsamfélag og skoðanir þeirra á samgöngu-, samfélags- og umhverfismálum voru dregnar fram í dagsljósið. Vorið 2016 voru allir íbúar boðaðir til þátttöku á opnum íbúafundum. Þátttakendum gafst möguleiki að koma sínum ábendingum og sjónarmiðum á framfæri innan sex málaflokka: Mennta,- íþrótta- og tómstunda, menningar- og félagsmála, verslunar og þjónustu, umhverfis og náttúru, samgangna og húsnæðismála. Haldið er utan um hugmyndir borgarbúa í Miðasjá hverfisskipulagsins. Fjölbreyttur hópur fólks gaf sér tíma til að sækja samráðsfundina í hverjum skóla fyrir sig. Samhliða skapandi samráði var hverfisráðið nýtt til ráðgjafar og Gallup nýtti rýnihópa skipaða íbúum hverfisins. Þá voru hugmyndir sóttar innan úr stjórnsýslu borgarinnar, hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum sem varða hverfisskipulagið beint, sem og öðrum hagsmunaaðilum eins og fulltrúum fjölmenningar, eldri borgurum, grunnskólum og framhaldsskólum. Niðurstaða vinnunnar birtist nú í hverfisskipulaginu. Láttu sjá þig í hverfisgöngu! Hverfisskipulag íbúa í Háaleiti og Bústöðum er komið í kynningarferli. Sýning stendur yfir í Austurveri til 20. október. Einnig eru þrjá göngur fyrirhugaðar næstu daga: Háaleiti – Múlar 18. október nk., Leiti – Gerði 20. október nk. og Bústaðir – Fossvogur 21. október nk. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni Hverfisskipulag.is (smella á hnapp sem heitir Háaleiti – Bústaðir, vinnutillögur). Að auki verður fundur fimmtudaginn 21. október með íbúum og hagsmunaaðilum í Réttarholtsskóla kl 19. 30 til að heyra þeirra m.a. skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Kjarninn í samráðsferlinu birtist í drögum hverfisskipulagsins sem liggur nú til kynningar og skiptir íbúa í Háaleiti og Bústöðum sem og komandi kynslóðir miklu máli. Ég hvet því alla íbúa hverfisins til að kynna sér hverfisskipulagið fyrir sig og fjölskyldur sínar, taka þátt í göngunum, líta við í Austurveri næstu daga athugasemdum á framfæri í netfangið skipulag@reykjavik.is Höfundur er formaður íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar í borgarstjórn.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun