Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. október 2021 20:32 Lenya Rún er varaþingmaður Pírata. adelina antal Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu. Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Lenya Rún er 21 árs, fædd og uppalin hér á landi. Hún hefur alla tíð fundið fyrir rasisma á Íslandi en hefur orðið fyrir auknu aðkasti eftir að möguleiki var á því að hún yrði þingmaður. „Skilaboðin eru öðruvísi. Þau eru grófari, miklu grófari og þetta er meira um það að ég eigi ekki heima á Íslandi eða að ég eigi ekki heima á þingi frekar en að það sé verið að setja út á mig sem persónu.“ Hvað er fólk að segja? „Til dæmis að ég eigi að fara heim til mín. Að ég eigi ekki heima á Alþingi Íslendinga. Að Ísland sé fyrir Íslendinga. Að ég sé ógeðsleg út af því að ég er ekki Íslendingur.“ Alvarleg þróun sem ber að taka alvarlega Nýlega varð aðkastið svo mikið að hún ákvað að gera lögreglu viðvart. „Ég gerði það núna á dögunum. Mér fannst það það eðlilegasta og réttasta í stöðunni. Við lifum á tímum þar sem það er skotið á bíl borgarstjórans og verið að setja hakakross á augu vinkonu minnar sem er módel út af því að hún er svört. Þetta er alvarleg þróun og það ber að taka þessu alvarlega.“ Sjá einnig: Límdu hakakross á auglýsingu frá Ölgerðinni: „Maður er alveg miður sín“ Hvað gerir lögreglan? „Ég held að þau séu bara vör við ástandið. Ég veit ekki hvað er í boði akkúrat núna. Mér finnst mikilvægt að lögreglan viti af þessu, að ég sé að upplifa mikið áreiti,“ sagði Lenya. Valgerður Reynisdóttir heldur úti reikningnum Anti rasistarnir á Instagram ásamt hópi kvenna. Hópurinn býður sig fram til þess að halda fræðslu um rasisma í skólum og félagsmiðstöðum, en hægt er að hafa samband við hópinn í gegnum Instagramadelina antal Valgerður Reynisdóttir er átján ára og heldur úti instagram síðunni Anti rasistarnir ásamt hópi kvenna en tilgangurinn er að fræða fólk um rasisma á Íslandi. Þar deila þær reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir rasisma. „Gott að vita að maður sé ekki einn“ „Sumar þeirra var mjög erfitt að lesa. Ég hugsaði bara vá það er ógeðslegt að maður lendi í svona, en það er gott að vita að maður sé ekki einn.“ Eru þetta fleiri sögur en þú áttir von á? „Já en á sama tíma nei. Ég bjóst við að fá mikið en þetta er svo ótrúlega mikið. Ég hugsaði: Vá hvað það er ógeðslegt sem fólk er að lenda í,“ sagði Valgerður. Tími kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins Hverju er fólk að lenda í? Hvernig sögur ertu að fá? „Við fengum sögu frá stelpu sem var að labba í skólann og þá öskraði einhver út í bláinn: „Það er svo mikið af negrum hérna“ og hún hugsaði hvort það væri verið að tala um sig. Svo var önnur saga af því þar sem nágranna fannst óþægilegt að búa fyrir neðan svarta manneskju,“ sagði Valgerður. „Fimmtán prósent af íslensku þjóðinni eru útlendingar og þessi fimmtán prósent eru ekki með málsvara neins staðar, þannig að ég held að það sé kominn tími til þess að eiga samtal um það hvað við erum orðin fjölbreytt samfélag og við þurfum að læra að aðlagast hvort öðru,“ sagði Lenya. Á morgun höldum við umfjöllun um rasisma áfram og skoðum aðkomu lögreglunnar í málum er varða hatursorðræðu.
Kynþáttafordómar Píratar Tengdar fréttir Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó: „Hvet fólk til að tilkynna þau“ Rasísk skilaboð límd á biðskýli Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó hvetur fólk til að tilkynna slík skilaboð. 18. október 2020 22:39