Fjögur útköll lögreglu vegna heimilisofbeldis í nótt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 08:18 Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu en mikið var um ölvun, slagsmál og ofbeldi. Þá bárust einnig tvær tilkynningar um fólk í sjálfsvígshættu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um að verið væri að sparka í liggjandi mann í miðbænum. Árásarmönnunum tókst að hlaupa á brott en maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglu barst einnig tilkynning um að ráðist hafi verið á öryggisvörð í sama hverfi en málið er til rannsóknar. Þá var tilkynnt um slagsmál við Sjafnargötu í miðbænum en fólk var farið að tínast burt þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt var um meðvitundarlausan aðila eftir alvarlega líkamsárás í Garðabænum. Maðurinn var með höfuðáverka og var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var flúinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Lögreglu barst þá einnig tilkynning um hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ. Málið er til rannsóknar. Lögreglu barst tilkynning um slagsmál í Kópavogi þar sem einstaklingur var vopnaður kylfu og piparspreyi. Hann reyndi að hlaupa burt frá lögreglu en komst ekki langt undan. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Í sama hverfi bárust mikil læti úr íbúð og aðili sást yfirgefa íbúðina kviknakinn. Lögregla rannsakar málið sem heimilisofbeldi. Þá hlúði lögregla að aðila sem hafði skorið sig með skærum í þeim tilgangi að binda enda á líf sitt. Aðilinn var fluttur á bráðamóttöku en ástand hans liggur ekki fyrir að svo stöddu. Lögreglu barst önnur tilkynning um aðila í sjálfsvígshættu en tilkynningunni fylgdi að einstaklingurinn væri mjög æstur og árásargjarn. Þegar lögregla mætti á staðinn hélt aðilinn á járnröri og gerði tilraun til að ráðast á lögreglumenn. Einstaklingurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira