Telur að róttækar breytingar við Bústaðaveg myndu stórbæta hverfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða. Vísir/Egill Róttækar breytingar á Bústaða- og Háaleitishverfi eru boðaðar með tillögum að nýju hverfisskipulagi. Skiptar skoðanir eru um tillögurnar en formaður íbúaráðs er þó viss um að þær myndu stórbæta hverfið. Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum - og atvinnu- og þjónustustarfemi á götuhæðum. Landhalli gefur möguleika á bílakjöllurum undir húsunum og ráðgert er að með því muni bílastæðum við Bústaðaveg fjölga um hundrað. Hugmynd að uppbyggingu við Bústaðaveg við Grímsbæ. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsin sautján eiga að rísa þétt upp við Bústaðaveg, fyrir framan byggingarnar sem eru þar fyrir. Grímsbær yrði miðpunktur þessa nýja hverfis ef svo má segja og beint á móti, fyrir framan leikskólann Grímsborg, er reiknað með glænýju hverfistorgi. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að ekki verði tekið mið af innviðauppbyggingu. „Mér finnst ekki verið að hugsa: Hvað með skóla, verslanir, atvinnutækifæri, það er svo mikil áhersla á þéttingu, það er verið að stafla eins mikið og hægt er, koma eins mörgum á eins lítinn blett og hægt er og fólk þarf að geta komist inn og út úr hverfinu,“ segir Kolbrún. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Egill Lífleg umræða hefur skapast um vinnutillögurnar inni á Facebook-vettvangi hverfisins og sumir taka einmitt undir áhyggjur Kolbrúnar af því að farið sé offari í þéttingu byggðar. Dóra Magnúsdóttir, formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða og varaborgarfulltrúi Samfylkingar, segist vissulega skilja þá afstöðu. „En ef við horfum hérna yfir þá er gríðarlegt mikið magn sem fer í bílastæði, magn af yfirborðsfleti sem fer í götuna sjálfa og bílastæði. Með því að styrkja byggðina og hverfiskjarnann getur þetta svæði allt orðið miklu meira kósí.“ Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Hún bendir á að ánægja sé með sambærilega framkvæmd við Efstaleiti. „Það þýðir það að þarna er komið veitingahús, apótek og fleira, ýmisskonar þjónusta sem var ekki fyrir sem aftur nýtist íbúunum.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira