Eitt fyrir mig og annað fyrir þig – Kjarasamningar og verðbólga Haukur V. Alfreðsson skrifar 19. október 2021 07:30 Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Reglulega, að því virðist í öllu árferði, er einhver í fjölmiðlum að biðla til verkalýðsfélaga og launamanna að sýna hófsemi við gerð kjarasamninga. Hugsunin virðist vera að ef margir fái launahækkun þá hækki rekstrarkostnaður og þar með séu fyrirtæki nauðbeygð til að hækka vöruverð sem leiðir til verðbólgu. Þessi tugga er yfirleitt lögð fram af hálauna fólki, t.d. hjá Samtökum atvinnulífsins, seðlabankastjóra, ríkisstjórninni o.fl. og í því felst mikil hræsni. Margt smátt gerir eitt stórt Ef að hækkun lægstu launa er til þess fallin að auka verðbólgu hlýtur slíkt hið sama að eiga við um há laun. En þetta er aldrei nefnt. Króna í rekstrarkostnað hlýtur að vera eins, og hærri laun eru jú fleiri krónur. Svo að einstaklingar sem hafa sjálfir samið um há laun hafa valdið verðbólgu, og eflaust í meira mæli en þeir lægra launuðu. Þetta segir okkur að þegar aðilar sem eru með hærri laun en umræddir kjarasamningar stefna í tala svona eru þeir jafnframt að segja „Ég vil há laun fyrir mig og mér þykir sjálfsagt að semja um þau án þess að huga að verðbólgu og samfélagsáhrifum. Hinsvegar finnst mér að þeir sem eru fjárhagslega verr settir en ég eigi að axla ábyrgð sem ég geri ekki og sætta sig við verri lífskjör“. En er verðbólgan óhjákvæmileg? Nú er gott að muna að núverandi hlutföll milli launakjara láglauna fólks, hálauna fólks og arðsemi fyrirtækja er ekki náttúrulögmál. Það þýðir að launastökkið á milli starfsmanns á plani og yfirmanns er ekki fast. Það gæti verið hærra en það gæti einnig verið lægra. Afkoma eigenda gæti einnig verið önnur. Það þýðir að hægt væri að hækka lægri laun á kostnað þeirra sem eru á hærri launum án þess að hreyfa neitt við hver rekstrarkostnaður er. Nú eða auka rekstrarkostnað og lækka arðsemi en þó ekki breyta heildinni. Verðbólga þarf því ekki að fylgja hækkun kjarasamninga. Það er þó sennilega óskhyggja að þeir sem standa fyrir utan kjarasamningana séu tilbúnir til að fá verri laun. Að sama skapi er óskhyggja, og í raun fáránleg beiðni, að láglaunafólk sé tilbúið að axla ábyrgð umfram hálauna fólk. Svo hvað er til ráðs? Ef að þú hefur áhyggjur af verðbólgu út frá launakostnaði er sennilega best að byrja á sjálfum þér og leyfa svo öðrum að lifa við sama frelsi og þú leyfir þér. Ef þú ert hægri sinnaður ættirðu að fagna sterkri framgöngu verkalýðsfélaga enda einstaklings framtakið í sínu tærasta formi, þar sem verkalýðsfélög eru bara hópur einstaklinga að beit eigin krafti og færni til að auka eigin hag. Ef þú ert hagfræðilega hugsandi er auðvelt að sjá að hærra notagildi fæst með að auka lægri laun heldur en hærri laun, og ef það skiptir þig máli þá er kannski ágætt að horfa á hversu mikið bilið „á“ að vera milli starfsmannsins, yfirmannsins og eigendans. Höfundi þykir óráðlegt að henda steinum úr glerhúsi
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun