Biður forseta loftslagsráðstefnunnar um að úthýsa olíuforkólfum Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 10:46 Í bréfi sem Andrés Ingi Jónsson sendi forseta loftslagsráðstefnu SÞ og umhverfisráðherra vill hann að fólk og félagasamtök fái frekar aðgang að ráðstefnunni en forstjórar mengandi stórfyrirtækja. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sent forseta loftslagsráðstefnunnar COP-26 sem fer fram í Glasgow í næsta mánuði um að sparka fulltrúum mengandi iðnaðar út af gestalista ráðstefnunnar. Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Tvö hundruð aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna eiga að kynna hert markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á COP-26 ráðstefnunni sem stendur yfir dagana 31. október til 12. nóvember. Árið 2015 samþykktu þau Parísarsamkomulagið sem kveður á um að halda skuli hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Auk þjóðríkja eiga alls kyns fyrirtæki og hagsmunasamtök fulltrúa á ráðstefnunni. Í bréfi sem Andrés Ingi sendi Alok Sharma, forseta COP-26, tekur þingmaðurinn undir áskorun alþjóðlegra samtaka græningja um að stórmengendur fái ekki sæti á þinginu. Presented @UKinIceland embassy with letter to @AlokSharma_RDG, urging him to kick polluters out of @COP26 and give their spots to people working on the frontlines of our future.Sign the petition organized by @FYEG @tilt_green here: https://t.co/ehYfDglu6f pic.twitter.com/kZqWiEClfn— Andrés Ingi (@andresingi) October 19, 2021 Í áskoruninni segir að forstjórar jarðefnaeldsneytisfyrirtækja fái sérstakan aðgang að ráðstefnunni á meðan ungt fólk, aðgerðarsinnar, frumbyggjar og fulltrúar samfélaga í framvarðarlínu loftslagsbreytinga þurfi að sitja heima. Þessi stjórnendur hafi margsannað að þeir séu tilbúnir til að skemma fyrir aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Andrés Ingi lýsir ráðstefnunni í Glasgow sem úrslitastund fyrir baráttuna við loftslagsbreytingar í bréfi sem hann sendi Guðmundi Inga Guðbrandssyni, starfandi umhverfisráðherra, vegna áskorunarinnar. „[Þ]á þykir mér skjóta skökku við að hagsmunasamtök mengandi iðnaðar hafi greiðari aðgang að ráðstefnunni en fólk og félagasamtök sem er að berjast fyrir sameiginlegri framtíð okkar. Við þekkjum allt of vel hvernig mengunarvaldar geta haft slæm áhrif á niðurstöður loftslagsráðstefna SÞ,“ skrifar þingmaðurinn til ráðherrrans. Hvetur hann umhverfisráðherra til þess að taka undir áskorunina til að íslensk stjórnvöld sýni í verki að þau standi frekar með fólki en mengandi stórfyrirtækjum. Varað var við því að hnattræn hlýnun færi líklega umfram 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun á næstu árum í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, hefur lýst ráðstefnunni í Glasgow sem síðasta tækifæri heimsbyggðarinnar til að taka sig saman í andlitinu í loftslagsmálum. Verði ekki dregið nægilega mikið úr losun á allra næstu árum verði enginn möguleiki á að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Píratar Skotland Alþingi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira