Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 10:45 Búið var að setja myndavélarnar upp í vor. Samsett Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn. Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina. Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina.
Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Sjá meira
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05
Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47
Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35