Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 10:45 Búið var að setja myndavélarnar upp í vor. Samsett Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn. Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina. Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Vélarnar eru staðsettar við ljósastýrða gönguþverun við Stórholt en búnaðurinn var settur upp síðastliðið vor. Hann er nú kominn í fulla virkni. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og markmiðið að fækka umferðarslysum með því að draga úr ökuhraða og akstri gegn rauðu ljósi á þjóðvegum. Keyrt á marga vegfarendur á hættulegum vegarkafla Sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við verslun Bónuss við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hefur reynst hættulegur vegfarendum undanfarin ár og minnst fjögur alvarleg slys þar átt sér stað á rúmum sex árum. Hafa íbúar í hverfinu lengi kallað eftir aðgerðum en mörg börn ganga reglulega yfir þjóðveginn, sem liggur í gegnum íbúðahverfi, á leið til og frá skóla. Vísir ræddi í fyrra við Jóhönnu Ásmundsdóttur, kennara á Akureyri, sem ekið var á þegar hún var á leið yfir gangbraut í nóvember 2017. Mátti litlu muna þegar ökumaður bíls sem ók of hratt á Hörgárbrautinni bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva,“ sagði Jóhanna. Hundurinn hennar sem var með í för slapp ekki og fannst 21 metra frá árekstrinum. Í kjölfar slyssins var sett upp ljósastýrð gangbraut við slysstaðinn. Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann við Hörgárbraut árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar í fyrra var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Tilkynna líka rauðljósaakstur til lögreglu Að sögn Vegagerðarinnar eru hraðamyndavélarnar beintengdar næstu umferðarljósum og eru upplýsingar um hraðabrot og rauðljósaakstur sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki sé tekin mynd nema um brot sé að ræða. Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyrarbær og Vegagerðin annast uppsetningu og rekstur hraðamyndavélanna. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa kallað eftir því að undirgöng verði gerð fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Fram kom á seinasta ári að slík göng væru ekki á dagskrá á næstunni en tillagan væri í skoðun hjá Akureyrarbær í samvinnu við lögreglu og Vegagerðina.
Akureyri Samgönguslys Tengdar fréttir Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10 „Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05 Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47 Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Þrjátíu daga fangelsi fyrir að stórslasa barn í bílslysi Karlmaður var í dag dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið á barn á Hörgársbraut á Akureyri með þeim afleiðingum að það stórslasaðist. 3. september 2021 19:10
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. 3. október 2020 09:05
Ekið á fimm ára dreng á Akureyri Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. 24. september 2018 21:47
Kona fótbrotnaði þegar hún varð fyrir bíl á Akureyri Kona sem varð fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri í gærkvöldi meiddist minna en óttast var í fyrstu. 16. nóvember 2017 08:35