„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 18:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39