Um geðveiki og getuna til að tjá sig Steindór Jóhann Erlingsson skrifar 19. október 2021 20:01 Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun