Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 21:13 Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu. Neytendur Verslun Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Neytendastofa sektaði fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. nýverið um þrjár milljónir króna fyrir auglýsingar um „krísu-útrýmingarsölu“ á teppum. Alan Talib, eigandi fyrirtækisins, sagðist vera í áfalli í gær vegna ákvörðunarinnar. Sjá einnig: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Þórunn vildi ekki tala um mál Cromwell Rugs heldur talaði hún á almennum nótum. Aðspurð um það hvort ómögulegt væri fyrir ný fyrirtæki að bjóða tilboðsverð á fyrsta degi, sagði hún svo ekki vera. Meðal annars væri hægt að vera með kynningarverð en þá væri gerð krafa um að varan færi á auglýst fyrra verð þegar kynningartilboðinu lýkur. „Síðan er auðvitað ekkert sem bannar það að fyrirtæki kynni að það hafi góð verð eða eru með einhverjar aðrar fullyrðingar sem hægt er að sýna fram á,“ sagði Þórunn. Hún sagði að fyrirtæki þyrftu að geta sannað allar fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum og þær mættu ekki vera villandi fyrir neytendur. Hlusta má á Þórunni í spilaranum hér að neðan. Þórunn sagði Neytendastofu hafa fengið tilkynningar um að útsölur hafi staðið lengur en í sex vikur og mjög margar tilkynningar um að fyrri auglýst verð hafi ekki verið rétt í útsölum. Það sama sé gert í öllum málum sem þessum. Sjá einnig: Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Hún sagði sektina gegn Cromwell Rugs ekki vera þá hæstu sem Neytendastofa hefði beitt. Hún var ekki með á hreinu hver hæsta sektin í sambærilegu máli væri en sagði að almennt væri allur sektaramminn notaður. Hann væri að hámarki tíu milljónir. „En þetta er tiltölulega há sekt. Það er alveg rétt,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði forsvarsmenn fyrirtækja hafa orðið meðvitaðri um reglurnar undanfarin ár. Fjölmargar ábendingar bærust til Neytendastofu en í flestum tilfellum gætu fyrirtækin sýnt fram á að fullyrðingar þeirra ættu rétt á sér. Nú er mikið verslunartímabil að hefjast og á þessum árstíma berist margar ábendingar til Neytendastofu.
Neytendur Verslun Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira