Hatursorðræða er ekki til Þórarinn Hjartarson skrifar 20. október 2021 11:01 Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun