„Þetta er ekki síðasta ár“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 07:31 Zach LaVine hjá Chicago Bulls býr sig undir að troða boltanum í körfuna á móti Detroit Pistons í nótt. Getty/Gregory Shamus Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans. Zach LaVine átti frábæran leik þegar Chicago Bulls vann 94-88 sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik sínum á tímabilinu. LaVine skoraði 34 stig í leiknum auk þess að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Zach, DeMar, Vooch power the @chicagobulls on opening night!@ZachLaVine: 34 PTS (11-17 FGM)@DeMar_DeRozan: 17 PTS, 3 STL@NikolaVucevic: 15 PTS, 15 REB pic.twitter.com/HYKpt1Erg8— NBA (@NBA) October 21, 2021 Levine skoraði 15 af 34 stigum sínum í þriðja leikhluta og var svo með átta stig í viðbót í lokaleikhlutanum. Levine var stjarna liðsins í Bulls liðsins í fyrra en hann er kominn með meiri hjálp í ár. Þar má nefna menn eins og DeMar DeRozan, Lonzo Ball og Alex Caruso. „Þetta er ekki síðasta ár. Við erum að horfa fram á veginn núna. Þetta er algjörlega nýtt lið með nýtt hugarfar. Ég er svo spenntur að okkur tókst að merja þennan sigur. Sigur er alltaf sigur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2016-17 tímabilið sem Bulls liðið byrjar nýtt tímabil á sigri. The extension on this Ja dunk is absurd @memgrizz 83@cavaliers 79 pic.twitter.com/CmutpjzxHL— NBA (@NBA) October 21, 2021 Joel Embiid og félagar í Philadelphia 76ers hristu af sér allt vesenið í kringum Ben Simmons og unnu 117-97 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagið setti Ben Simmons í eins leiks bann eftir framkomu á æfingu. Embiid var með 22 stig og 12 fráköst og Furkan Korkmaz kom af bekknum með 22 stig en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í lokaleikhlutanum. Embiid sagði að þeir liðsmenn sem höfðu farið í ferðina höfðu borðað saman í hinu sögulega Faubourg Marigny hverfi í New Orleans til að þjappa hópnum saman. Tyrese Maxey kom inn í byrjunarliðið fyrir Simmons og var með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pelicans liðið lék án Zion Williamson sem er að jafna sig eftir aðgerð á fæti. Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Julius Randle var með 35 stig og Evan Fournier skoraði 32 stig á móti sínum gamla félagi þegar New York Knicks vann 138-134 sigur á Boston Celtis í tvíframlengdum leik. Fournier setti niður þriggja stiga körfu á úrslitastundu í seinni framlengingunni og Knicks liðinu tókst því að landa sigri þrátt fyrir 46 stig frá Boston manninum Jaylen Brown. Brown, sem var að koma til baka eftir kórónuveirusmit, hefur aldrei skorað meira í einum leik. Evan Fournier drops 12 of his 32 points in OT and 2OT to lift the @nyknicks in his first game with the team! pic.twitter.com/JYfX9wkgOp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Silfurlið Phoenix Suns frá síðustu leiktíð var að sætta sig við tólf stiga tap á móti Denver Nuggets á heimavelli, 110-98. Besti leikmaður síðasta tímabils, Nikola Jokic hjá Denver, var með 27 stig og 13 fráköst í fyrsta leik. Mikal Bridges skoraði sextán stig fyrir Phoenix, Chris Paul var með 15 stig og 10 stoðsendingar og Deandre Ayton skoraði líka 15 stig. @JaMorant poured in 37 to lift the @memgrizz on opening night! #KiaTipOff21 pic.twitter.com/76ljmnWAPD— NBA (@NBA) October 21, 2021 Ja Morant var með 37 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-121 sigur á Cleveland Cavaliers en hann átti líka eina svakalega troðslu í leiknum. 31 points for @MELOD1P 9 boards, 7 assists, 7 threes 23-point @hornets comeback WThe reigning #KiaROY went OFF to start Year 2! pic.twitter.com/LKEab2e0Is— NBA (@NBA) October 21, 2021 LaMelo Ball skoraði 31 stig og sjö þrista þegar Charlotte Hornets vann eins stigs sigur á Indiana Pacers, 123-122. P.J. Washington skoraði sigurstigið af vítalínunni og Domantas Sabonis klikkaði síðan á lokaskoti leiksins en Sabonis var með 33 stig og 15 fráköst í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124 Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Sjá meira
Zach LaVine átti frábæran leik þegar Chicago Bulls vann 94-88 sigur á Detroit Pistons í fyrsta leik sínum á tímabilinu. LaVine skoraði 34 stig í leiknum auk þess að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Zach, DeMar, Vooch power the @chicagobulls on opening night!@ZachLaVine: 34 PTS (11-17 FGM)@DeMar_DeRozan: 17 PTS, 3 STL@NikolaVucevic: 15 PTS, 15 REB pic.twitter.com/HYKpt1Erg8— NBA (@NBA) October 21, 2021 Levine skoraði 15 af 34 stigum sínum í þriðja leikhluta og var svo með átta stig í viðbót í lokaleikhlutanum. Levine var stjarna liðsins í Bulls liðsins í fyrra en hann er kominn með meiri hjálp í ár. Þar má nefna menn eins og DeMar DeRozan, Lonzo Ball og Alex Caruso. „Þetta er ekki síðasta ár. Við erum að horfa fram á veginn núna. Þetta er algjörlega nýtt lið með nýtt hugarfar. Ég er svo spenntur að okkur tókst að merja þennan sigur. Sigur er alltaf sigur,“ sagði Zach LaVine eftir leikinn. Þetta var í fyrsta sinn síðan 2016-17 tímabilið sem Bulls liðið byrjar nýtt tímabil á sigri. The extension on this Ja dunk is absurd @memgrizz 83@cavaliers 79 pic.twitter.com/CmutpjzxHL— NBA (@NBA) October 21, 2021 Joel Embiid og félagar í Philadelphia 76ers hristu af sér allt vesenið í kringum Ben Simmons og unnu 117-97 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagið setti Ben Simmons í eins leiks bann eftir framkomu á æfingu. Embiid var með 22 stig og 12 fráköst og Furkan Korkmaz kom af bekknum með 22 stig en hann skoraði fjórar þriggja stiga körfur í lokaleikhlutanum. Embiid sagði að þeir liðsmenn sem höfðu farið í ferðina höfðu borðað saman í hinu sögulega Faubourg Marigny hverfi í New Orleans til að þjappa hópnum saman. Tyrese Maxey kom inn í byrjunarliðið fyrir Simmons og var með 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pelicans liðið lék án Zion Williamson sem er að jafna sig eftir aðgerð á fæti. Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Julius Randle var með 35 stig og Evan Fournier skoraði 32 stig á móti sínum gamla félagi þegar New York Knicks vann 138-134 sigur á Boston Celtis í tvíframlengdum leik. Fournier setti niður þriggja stiga körfu á úrslitastundu í seinni framlengingunni og Knicks liðinu tókst því að landa sigri þrátt fyrir 46 stig frá Boston manninum Jaylen Brown. Brown, sem var að koma til baka eftir kórónuveirusmit, hefur aldrei skorað meira í einum leik. Evan Fournier drops 12 of his 32 points in OT and 2OT to lift the @nyknicks in his first game with the team! pic.twitter.com/JYfX9wkgOp— NBA (@NBA) October 21, 2021 Silfurlið Phoenix Suns frá síðustu leiktíð var að sætta sig við tólf stiga tap á móti Denver Nuggets á heimavelli, 110-98. Besti leikmaður síðasta tímabils, Nikola Jokic hjá Denver, var með 27 stig og 13 fráköst í fyrsta leik. Mikal Bridges skoraði sextán stig fyrir Phoenix, Chris Paul var með 15 stig og 10 stoðsendingar og Deandre Ayton skoraði líka 15 stig. @JaMorant poured in 37 to lift the @memgrizz on opening night! #KiaTipOff21 pic.twitter.com/76ljmnWAPD— NBA (@NBA) October 21, 2021 Ja Morant var með 37 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 132-121 sigur á Cleveland Cavaliers en hann átti líka eina svakalega troðslu í leiknum. 31 points for @MELOD1P 9 boards, 7 assists, 7 threes 23-point @hornets comeback WThe reigning #KiaROY went OFF to start Year 2! pic.twitter.com/LKEab2e0Is— NBA (@NBA) October 21, 2021 LaMelo Ball skoraði 31 stig og sjö þrista þegar Charlotte Hornets vann eins stigs sigur á Indiana Pacers, 123-122. P.J. Washington skoraði sigurstigið af vítalínunni og Domantas Sabonis klikkaði síðan á lokaskoti leiksins en Sabonis var með 33 stig og 15 fráköst í leiknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124 Career night to open the season for @hbarnes!36 PTS (career high)8 3PM (career high) pic.twitter.com/6m0Q321HFp— NBA (@NBA) October 21, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New York Knicks - Boston Celtics 138-134 (tvíframlengt) Detroit Pistons-Chicago Bulls 88-94 Charlotte Hornets - Indiana Pacers 123-122 Memphis Grizzlies - Cleveland Cavaliers 132-121 Toronto Raptors - Washington Wizards 83-98 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 124-106 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 97-117 San Antonio Spurs - Orlando Magic 123-97 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 107-86 Phoenix Suns - Denver Nuggets 98-110 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 121-124
NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir „Erum í þessu til þess að vinna“ Leik lokið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Sjá meira