Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 13:47 Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóm sinn í Rauðagerðismálinu í morgun. vísir/vilhelm Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. Dómur í málinu féll á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Lögmaður gagnrýndi skýrsluna Dómurinn hefur verið birtur á vef héraðsdóms en í niðurlagi hans fjallar dómari málsins um skýrslu sem ber heitið samantekt rannsóknardeildar um rannsókn málsins. Við aðalmeðferð málsins gagnrýndi Geir Gestsson, lögmaður Murat Selivrada, harðlega umrædda skýrslu. Gerði hann skýrsluna að umtalsefni í viðtali við fréttastofu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun. „Það eina sem lá fyrir í málinu um hans þátt í þessu var skýrsla frá lögreglu og þar var reynt að ýkja þátt hans í málinu og skýrslan virtist ekki byggja á neinum frumgögnum sem sönnun um sekt hans,“ sagði Geir meðal annars. Í niðurlagi dómi héraðsdóms segir Guðjón, dómari málsins, um skýrsluna að hvorki hafi fengist svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar, þess utan að hún hafi verð gerð á grundvelli 1. málsgreinar 56. greinar laga um meðferð sakamála þar sem stendur eftirfarandi: Lögregla tekur saman skýrslu um rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstöðu þeirra. Eftir því sem við á skal þar meðal annars koma fram það sem sakborningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Segir í dómi héraðsdóms að það sé meginregla sakamálalaga að rannsakendum og ákærendum sé skylt að gæta hlutlægni og að vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Taka beri mið af þessari grundvallarreglu við gerð skýrslu samkvæmt fyrrgreindri lagagrein. „Undir almeðferð málsins fengust hvorki svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar. Að mati dómsins er skýrsla þessi ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr.56. gr. sml. Í skýrslunni er m.a. að finna kafla sem ber heitið kenningar lögreglu og niðurlag. Þar er sett fram kenning, óháð framburði sakborninga, eins og segir. Þá er í niðurlaginu umfjöllun um skilyrði samverknaðar. Að mati dómsins hefur lögreglan við gerð skýrslunnar ekki gætt meginreglunnar um hlutlægnisskyldu lögreglunnar svo sem henni bar að gera og er það ámælisvert,“ segir í dómi héraðsdóms. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Dómsmál Morð í Rauðagerði Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Dómur í málinu féll á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Lögmaður gagnrýndi skýrsluna Dómurinn hefur verið birtur á vef héraðsdóms en í niðurlagi hans fjallar dómari málsins um skýrslu sem ber heitið samantekt rannsóknardeildar um rannsókn málsins. Við aðalmeðferð málsins gagnrýndi Geir Gestsson, lögmaður Murat Selivrada, harðlega umrædda skýrslu. Gerði hann skýrsluna að umtalsefni í viðtali við fréttastofu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun. „Það eina sem lá fyrir í málinu um hans þátt í þessu var skýrsla frá lögreglu og þar var reynt að ýkja þátt hans í málinu og skýrslan virtist ekki byggja á neinum frumgögnum sem sönnun um sekt hans,“ sagði Geir meðal annars. Í niðurlagi dómi héraðsdóms segir Guðjón, dómari málsins, um skýrsluna að hvorki hafi fengist svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar, þess utan að hún hafi verð gerð á grundvelli 1. málsgreinar 56. greinar laga um meðferð sakamála þar sem stendur eftirfarandi: Lögregla tekur saman skýrslu um rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstöðu þeirra. Eftir því sem við á skal þar meðal annars koma fram það sem sakborningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Segir í dómi héraðsdóms að það sé meginregla sakamálalaga að rannsakendum og ákærendum sé skylt að gæta hlutlægni og að vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Taka beri mið af þessari grundvallarreglu við gerð skýrslu samkvæmt fyrrgreindri lagagrein. „Undir almeðferð málsins fengust hvorki svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar. Að mati dómsins er skýrsla þessi ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr.56. gr. sml. Í skýrslunni er m.a. að finna kafla sem ber heitið kenningar lögreglu og niðurlag. Þar er sett fram kenning, óháð framburði sakborninga, eins og segir. Þá er í niðurlaginu umfjöllun um skilyrði samverknaðar. Að mati dómsins hefur lögreglan við gerð skýrslunnar ekki gætt meginreglunnar um hlutlægnisskyldu lögreglunnar svo sem henni bar að gera og er það ámælisvert,“ segir í dómi héraðsdóms. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25