Amess var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex síðastliðinn föstudag en hann var á leið til fundar með íbúum í kjördæminu. Hann var stunginn margsinnis og lést af völdum sára sinna á vettvangi.
Sjá einnig: Nafngreina grunaðan morðingja þingmannsins
Ali, sem er sonur fyrrum ráðgjafa forsætisráðherra Sómalíu, var handtekinn af lögreglu skömmu eftir morðið. Hann er nú í haldi lögreglu og mun mæta aftur fyrir dóm næstkomandi föstudag.
Að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins hefur enginn annar en Ali verið handtekinn og er lögregla ekki með neinn annan til rannsóknar í tengslum við málið. Saksóknarar segja þó ljóst að morðið hafi verið hryðjuverk þar sem Ali var þekktyur fyrir öfgaskoðanir og hafði meðal annars setið forvarnanámskeið vegna þessa.
Lögregluyfirvöld víða í Bretlandi vinna nú með þingmönnum til að tryggja öryggi þeirra í ljósi árásarinnar.