LA Galaxy vann leik liðanna í Houston örugglega með þremur mörkum gegn engu. LA Galaxy er í 5. sæti Vesturdeildarinnar en Houston í því ellefta.
Skömmu eftir að seinni hálfleikurinn hófst beindist athygli tökumannanna upp í stúku. Þar skellti stuðningsmaður Houston sér á skeljarnar og bað kærustu sinnar.
Þegar hann var búinn að bera upp bónorðið og hjónin verðandi kysstust geystist LA Galaxy í sókn og Kevin Cabral skoraði þriðja mark liðsins. Þessa broslegu uppákomu má sjá hér fyrir neðan.
this really happened during kevin cabral's goal pic.twitter.com/5kjZIhAYx5
— LA Galaxy (@LAGalaxy) October 21, 2021
Cabral fagnaði marki sínu við þann enda stúkunnar þar sem stuðningsmaðurinn bað kærustu sinnar.
En jafnvel þótt liðið hans hafi fengið á sig mark og tapað leiknum sannfærandi virtust stuðningsmaðurinn og eiginkonan verðandi vera í sjöunda himni eftir bónorðið.