Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 10:45 Sænskir fjölmiðlar segja morðið á Einári sé talið tengjast bæði hnífstungu fyrr í mánuðinum, þar sem Einár var handtekinn, og mannrán á Einár á síðasta ári. EPA Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi. Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að hinn nítján ára Einár, sem hét réttu nafni Nils Kurt Erik Einar Grönberg, hafi verið skotinn í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Á hann að hafa verið skotinn af 1,5 metra færi í höfuð og bringu. Tveir menn sáust hlaupa af vettvangi en enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Einár hafði áður við komið við sögu lögreglu, síðast fyrir hálfum mánuði í tengslum við hnífstungu á næturklúbbnum Nosh and Chow á Norrlandsgötu í Stokkhólmi. Þar hafði maður verið stunginn og þrír verið handteknir, þar ef tveir þekktir tónlistarmenn. Einár var einn þeirra. Þeim var öllum sleppt en höfðu stöðu sakbornings í málinu. Frá vettvangi morðsins í Hammarby sjöstad.EPA Rænt af öðrum rappara Sænskir fjölmiðlar rifja í dag upp tengsl Einárs við glæpasamtök. Þar kemur fram að honum hafi verið rænt af Haval, keppinauti Einárs í heimi sænskrar rapptónlistar, og félögum hans á vordögum 2020. Var Einár þá bundinn og myndir teknar af honum sem ætlað var að niðurlægja hann. Haval hlaut dóm fyrir ránið. Skömmu fyrir mannránið hafði þriðji rapparinn, Yasin, gert tilraun til að ræna Einár og hlaut hann einnig dóm fyrir. Aftonbladet segir að morðið á Einár sé talið tengjast bæði hnífstungunni fyrr í mánuðinum og mannráninu á Einár á síðasta ári. Kann að tengjast greiðslu sem aldrei barst Mannræningjarnir eiga að hafa á sínum tíma krafist þriggja milljóna sænskra króna, um 45 milljóna íslenskra króna greiðslu – greiðslu sem aldrei barst. Þetta kann að hafa verið ástæða morðsins og ástæða þess að rapparanum hafi borist hótanir síðustu vikurnar. Ennfremur segir að í júlí síðastliðinn hafi 26 manns með tengsl við glæpasamtök sem kennd eru við Vårby, hverfi suðvestur af Stokkhólmi, verið dæmdir fyrir ýmsa glæpi. Margir þeirra tengdust mannráninu á Einár og mannránstilrauninni á síðasta ári. Yasin var einn þeirra sem hlaut dóm, tíu mánaða fangelsi fyrir aðild að mannráni. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify.EPA Móðir Einárs kærði málið Einár sjálfur kærði ekki mannránið og var það þess í stað móðir hans, leikkonan Lena Nilsson, sem tilkynnti mannránið á syni sínum til lögreglu. Rapparinn Einár naut mikilla vinsælda í heimalandinu og var með milljónir spilana á Spotify. Hann vann til tveggja verðlauna á sænsku tónlistarhátíðinni Grammis á síðasta ári – annars vegar sem nýliði ársins og svo hip hop-tónlistarmaður ársins. Einar fæddist í Stokkhómi árið 2002 og sló í gegn sextán ára gamall með laginu Katten í trakten sem náði efsta sæti sænska vinsældalistans. Sama ár, 2019, gaf hann út sína fyrstu plötu, Första klass. Textar í lögum hans voru svokallað gangsterrap þar sem hann fjallaði um vopn, eiturlyf og glæpi.
Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Einn vinsælasti rappari Svíþjóðar skotinn til bana Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni. 22. október 2021 07:07