Upphitun SB: Finnur vonbrigðalið KA taktinn gegn meisturunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2021 14:00 Einar Rafn Eiðsson og félagar í KA eru vonbrigðalið tímabilsins að mati Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. vísir/vilhelm Þeir Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir leikina sem eftir eru í 5. umferð Olís-deildar karla. Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Olís-deildinni á sunnudaginn og 5. umferðinni lýkur svo með leik HK og Aftureldingar á mánudaginn. Tveimur leikjum í umferðinni er þegar lokið. ÍBV vann FH, 26-25, 3. október og á miðvikudaginn sigraði Stjarnan Selfoss, 20-25. Á sunnudaginn mætast Grótta og Haukar, Víkingur og Fram og KA og Íslands- og bikarmeistarar Vals. Allir leikirnir hefjast klukkan 18:00 og verður leikur KA og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikur HK og Aftureldingar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:30 á mánudaginn. Eftir hann verður svo farið yfir 5. umferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 5. umferð Olís-deild karla Stefán Árni og Ásgeir eru hvað spenntastir fyrir leik KA og Vals. KA-menn hafa farið rólega af stað og eru aðeins fjögur stig eftir sigra á nýliðum HK-inga og Víkinga. Á meðan eru Valsmenn með fullt hús stiga. „Í raun er hægt að segja að þeir hafi verið mjög slakir og ólíkir sjálfum sér. Þeir virka ótrúlega langt frá því að vera búnir að finna taktinn, eins og það vanti smá karakter. Þetta er klár vonbrigði hvað það varðar,“ sagði Ásgeir og bætti við að KA hefði ollið honum mestum vonbrigðum það sem af er tímabils. „Ég hélt þeir yrðu ógeðslega spennandi en núna er ekkert gaman að horfa á þá. En það er ekki mikið búið og þeir hafa klárlega tíma til að rífa sig í gang og það er það sem þeir ætla sér. Ef ég væri þeir myndi ég byrja á andanum og fá þá til að berjast eins og þeir gerðu undir lokin í fyrra.“ Ásgeir segir að Afturelding þurfi einnig að rífa sig í gang en Mosfellingar hafa bara unnið einn leik. „Þeir eru á allt öðrum stað en þeir ætluðu sér í byrjun móts,“ sagði Ásgeir sem gerir þá kröfu á að Afturelding vinni HK á mánudaginn. Það sé algjör skyldusigur. Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar fyrir 5. umferðina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sjá meira