Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2021 14:01 Byggja þarf meira að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem meðal annars er vísað í hagspá Landsbankans sem gefin var út í vikunni. Þar kom fram að greinendur bankans telji mögulegt að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði, eftir miklar hækkanir upp á síðkastið. Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar telja hins vegar ekki víst að jafnvægi náist á húsnæðismarkaði á næstu árum nema meira verði bætt í íbúðabyggingu. Telur hagdeild stofnunarinnar að það þurfi að koma um þrjú þúsund nýjar íbúðir að koma á markaðinn á ári út þennan áratug til að uppfylla húsnæðisþörf landsmanna. Spá stofnunarinnar gerir einnig ráð fyrir að að á fyrri hluta áratugarins þurfi þó að byggja fleiri en þrjú þúsund íbúðir, bæði vegna óuppfylltrar íbúðarþarfar sem sé til staðar í dag og vegna hraðari fólksfjölgunar á þeim tíma. Ráðleggur stofnunin að byggðar séu um fimm hundruð fleiri íbúðir á næstu árum, eða allt að 3.500 á ári, bæði vegna viðvarandi óuppfylltrar íbúðaþarfar og vegna fólksfjölgunar og breytinga sem eru að verða á heimilisgerð. Skiptar skoðanir á stefnu borgarinnar Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík og víðar hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumati þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í gær að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31