Fyrir leikinn voru Rangers i efsta sæti deildarinnar með 20 stig en liðið reyndar deildi toppsætinu með Hearts. Rangers átti samt leik til góða sem liðið nýtti vel og tyllti sér á toppinn. Hafa nú 23 stig eftir tíu leiki.
St. Mirren byrjaði leikinn betur og komst í 1-0 strax á 4. mínútu leiksins. Conon Ronan, sen er á láni hjá liðinu frá Wolves, fékk þá boltann við miðlínu vallarins, lék í átt að teig Rangers og lét vaða af 25 metra færi. Boltinn söng í netinu. Frábært mark og smá gusa beint í andlitið á Rangers.
Þannig leið hálfleikurinn og farið að fara um stuðningsmenn Rangers. En staðan átti eftir að breytast. Á 42. mínútu brutu leikmenn Rangers ísinn. Eftir klaufalegt brot í teig St. Mirren var vítaspyrna dæmd. Kemar Roofe tók spyrnuna og skoraði af öryggi og Rangers komið aftur á beinu brautina.
Einungis mínútu síðar átti James Tavernier lága fyrirgjöf frá hægri sem rataði á fótinn á Alfredo Morelos sem lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og skoraði. Ekki urðu mörkin fleiri og Rangers tyllti sér á topp deildarinnar með 23 stig. St. Mirren er með 13 stig í sjöunda sæti.