Gestirnir tefldu fram skandinaviskri framlínu skipaðri Norðmanninum Alexander Sorloth og Svíanum Alexander Isak og þeir áttu báðir eftir að láta að sér kveða.
Sorloth kom Sociedad í forystu strax á sjöundu mínútu eftir stoðsendingu Isak og í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Isak forystuna fyrir gestina.
Luis Suarez var ekki tilbúinn að tapa leiknum og hann gerði tvö mörk á síðasta hálftímanum.
Lokatölur 2-2 og Real Sociedad áfram á toppi deildarinnar með 21 stig. Atletico Madrid með þremur stigum minna í 4.sæti.