Fótbolti

Barcelona fordæmir hegðun eigin stuðningsmanna eftir tapið gegn Real Madrid

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á ekki sjö dagana sæla þessa dagana.
Á ekki sjö dagana sæla þessa dagana. vísir/Getty

Það rekur allt á reiðiskjálfi í Katalóníu vegna slælegs gengis Barcelona og tap á móti Real Madrid á Nou Camp í gær er ekki til þess fallið að létta andrúmsloftið.

Því fékk Ronald Koeman, stjóri Barcelona, að kynnast þegar hann yfirgaf leikvanginn eftir 1-2 tapið í gær.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi biðu þónokkrir stuðningsmenn liðsins eftir honum fyrir utan völlinn og gerðu aðsúg að bifreið hollenska þjálfarans en með honum í för var eiginkona hans.

Ástríðan fyrir knattspyrnu í Barcelona er engu lík og ekki óalgengt að leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins finni fyrir því á götum borgarinnar, bæði þegar vel gengur og þegar ekki gengur jafn vel.

Þessi framkoma stuðningsmanna í garð Koeman eftir leikinn í gær er engu að síður afar illa séð og sá félagið sig tilneytt til að gefa frá sér yfirlýsingu vegna þessa í gærkvöldi. Þar er hegðunin fordæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×