Rússíbaninn opnaði fyrir 25 árum og það var þá sem Hackett fór sína fyrstu ferð. Hann ákvað strax að telja ferðirnar og fór mest 21 ferð á einum degi. Kórónuveirufaraldurinn setti hins vegar strik í reikninginn hvað varðar að ná 6.000 ferða markinu.
„Þetta er veruleikaflótti, þetta eru tvær áhyggjulausar mínútur,“ segir Hackett um rússíbanareiðina. „Þú kemur hingað, ferð um borð í þessa elsku og nýtur.“
Hackett sagðist í samtali við BBC aldrei fá leið á því að fara í rússíbanann og það væri ómögulegt að fara salíbunu án þess að koma brosandi út.