Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2021 08:30 Ole Gunnar Solskjær er undir mikilli pressu. getty/Martin Rickett Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. Liverpool hreinlega niðurlægði United á Old Trafford í gær og vann 0-5 sigur. United hefur aðeins fengið fjórtán stig í fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Neville segist skilja kröfuna ákallið um að Solskjær verði látinn taka pokann sinn en telur að hann verði áfram í starfi. „Þetta er hræðilegur dagur fyrir Manchester United. Þetta setur mikla pressu á stjórnina. Stuðningsmennirnir hafa ekki snúist gegn stjóranum inni á vellinum, þeir gera það aldrei. En þeir vita að þetta er ekki boðlegt. Eitthvað verður að breytast í búningsklefanum og með þennan þjálfara og sem fyrst,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn í gær. „Það var átakanlegt að horfa á viðtalið við Solskjær. En þetta er hluti af leiknum. Þetta er Manchester United. Ef þetta hefði gerst strax eftir Sir Alex Ferguson tímann hefði Solskjær verið undir svakalega mikilli pressu. En ég held að félagið fari ekki á taugum. Þeir hafa ekki undirbúið að fá annan stjóra á þessu tímabili. Ég held að þeir haldi honum til loka tímabilsins.“ Neville segir forráðamenn United séu brenndir eftir tíma Louis van Gaal og José Mourinho hjá félaginu. „Það verður kröftugt ákall frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum um að Ole verði rekinn og ég skil það eftir þennan leik. Þetta var hræðilegur dagur og það tekur tíma að jafna sig eftir hann. En hvað eigendurna varðar held ég að ástandið sé stöðugra. Ef þeir ætla að styðja við bakið á stjóranum, sem ég held að þeir geri, ættu þeir að koma þeim skilaboðum til stuðningsmannanna,“ sagði Neville. „Ástæðan fyrir því að stjórnin er stöðug er vegna þess sem gerðist með Van Gaal og Mourinho. Þeir ráða ekki mann til að koma inn fyrir tvö tímabil eða svo.“ Næsti leikur United er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Liverpool hreinlega niðurlægði United á Old Trafford í gær og vann 0-5 sigur. United hefur aðeins fengið fjórtán stig í fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Neville segist skilja kröfuna ákallið um að Solskjær verði látinn taka pokann sinn en telur að hann verði áfram í starfi. „Þetta er hræðilegur dagur fyrir Manchester United. Þetta setur mikla pressu á stjórnina. Stuðningsmennirnir hafa ekki snúist gegn stjóranum inni á vellinum, þeir gera það aldrei. En þeir vita að þetta er ekki boðlegt. Eitthvað verður að breytast í búningsklefanum og með þennan þjálfara og sem fyrst,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn í gær. „Það var átakanlegt að horfa á viðtalið við Solskjær. En þetta er hluti af leiknum. Þetta er Manchester United. Ef þetta hefði gerst strax eftir Sir Alex Ferguson tímann hefði Solskjær verið undir svakalega mikilli pressu. En ég held að félagið fari ekki á taugum. Þeir hafa ekki undirbúið að fá annan stjóra á þessu tímabili. Ég held að þeir haldi honum til loka tímabilsins.“ Neville segir forráðamenn United séu brenndir eftir tíma Louis van Gaal og José Mourinho hjá félaginu. „Það verður kröftugt ákall frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum um að Ole verði rekinn og ég skil það eftir þennan leik. Þetta var hræðilegur dagur og það tekur tíma að jafna sig eftir hann. En hvað eigendurna varðar held ég að ástandið sé stöðugra. Ef þeir ætla að styðja við bakið á stjóranum, sem ég held að þeir geri, ættu þeir að koma þeim skilaboðum til stuðningsmannanna,“ sagði Neville. „Ástæðan fyrir því að stjórnin er stöðug er vegna þess sem gerðist með Van Gaal og Mourinho. Þeir ráða ekki mann til að koma inn fyrir tvö tímabil eða svo.“ Næsti leikur United er gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira